Jólaseðill Ísafold Bistro - Bar & SPA

Á Ísafold Bistro - Bar & SPA er jólaundirbúningurinn á fullri ferð og kokkarnir okkar eru búnir að setja saman gómsætan jólaseðil sem er hreint ævintýri fyrir bragðlaukana.  Jólaseðillinn er framreiddur á skemmtilegan máta, á platta sem allir geta deilt og notið saman.  Tilvalin tilbreyting fyrir jólahlaðborðið í ár.  Veitingastaðurinn er staðsettur á Þingholti og er því í mikilli nálægð við jólaamstrið á Laugaveginum og því tilvalið að staldar þar við og njóta góðra veitinga í ljúfu andrúmslofti.

 

Borðapantanir í síma 595 8535 og á isafold@centerhotels.com

 

Jólaseðill Ísafold Bistro - Bar & SPA 

 

 

Iceland Airwaves - Off Venue tónleikar @CenterHotels

Við skemmtum okkur konunglega í vikunni sem leið þegar við héldum þrenna Iceland Airwaves utandagskrártónleika á hótelunum.  Þar var samankominn hópur af hæfileikaríkum tónlistarmönnum, stórkostlegri músík og frábærum áhorfendum sem gerði kvöldin þrjú ógleymanleg á CenterHotels!

 

 

 

Iceland Airwaves @ CenterHotels

CenterHotels er stoltur styrktaraðili Iceland Airwaves og tekur með mikilli gleði þátt í tónlistarhátíðinni í ár með utandagskrártónleikum sem haldnir verða á þremur hótelum CenterHotels dagana 6. - 8. nóvember.  Tónleikarnir verða haldnir á Ísafold Bistro - Bar & SPA á CenterHotel Þingholti, CenterHotel Plaza og SKY Lounge & Bar á CenterHotel Arnarhvol.  Á tónleikunum koma fram úrval hæfileikaríkra tónlistarmanna frá öllum heimshornum sem munu halda uppi góðri stemningu með skemmtilegri og fjölbreyttri tónlist.  

 

Boðið verður upp á Happy hour á meðan á tónleikunum stendur þar sem stór bjór verður á kr. 500.- og glas af víni hússins verður á kr. 800.-.  

 

Dagskráin verður á þessa leið: 

 

Fimmtudagur á ÍSAFOLD BISTRO - BAR & SPA - ÞINGHOLTSTRÆTI 3- 5

 

16:00 Fox Train Safari

16:45 Vorhees (US)

17:30 Tiny Ruins (NZ)

18:20 Colin McLeod (SCO)

 

Föstudagur á CENTERHOTEL PLAZA - AÐALSTRÆTI 4

 

15:10 Munstur

16:00 Aragrúi

16:45 Spray Paint (US)

17:30 The roulette 

 

Laugardagur á SKY LOUNGE & BAR - INGÓLFSSTRÆTI  á Sky Lounge & Bar - Ingólfsstræti 1

 

17:15 Milkhouse

18:00 Greta Svabo Bech (FO)

18:45 Moving Houses (DE)

19:30  Ezra Furman (US)

 

Um að gera að fjölmenna á tónleikana þar sem aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!

 

 

 

Reykjavik Film Festival & CenterHotels

CenterHotels er stoltur styrktaraðili alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar Reykjavik Film Festival sem haldin verður frá 25.september til 5.október.  Hátíðin er haldin árlega og verður sífellt vinsælli.  Í ár verða yfir 100 kvikmyndir sýndar og tólf alþjóðlegar kvikmyndir munu keppa um RIFF verðlaunin, Gullna lundann.  Ítalskar kvikmyndir verða í brennidepli auk þess sem fjöldi stuttmynda verða sýndar, þar á meðal á annan tug íslenskra stuttmynda sem hafa vakið mikla athygli á kvikmyndahátíðum víða um heim síðustu vikur.  

 

Hátíðin setur svo sannarlega sinn svip á borgina á meðan á henni stendur og CenterHotels eru stolt af því að taka þátt í hátíðarhöldunum. 

 

Villibráðarveisla á Ísafold Bistro - Bar & Spa

Haustið er gengið í garð og við ætlum að fagna því með því að bjóða upp á sannkallaða Villibráðarveislu á Ísafold Bistro - Bar & Spa.  í boði verður ljúffengur þrírétta villibráðarseðill & spennandi fordrykkur sem yfirkokkurinn okkar hæfileikaríki mun setja saman.  Villibráðarseðillinn verður í boði frá 4.október til 9.nóvember.  Borðapantanir fara fram í síma 595 8535 ;-)