Ísafold Bistro - Bar & Spa

Við opnuðum nýverið veitingastaðinn Ísafold Bistro - Bar & Spa á CenterHotel Þingholti.  Ísafold Bistro er stílhreinn og skemmtilegur veitingastaður sem býður upp á fjölbreyttan matseðil sem byggður er upp á vönduðu og fersku íslensku hráefni.

 

Veitingastaðurinn er staðsettur rétt inn af hótelinu og gerir það andrúmsloftið á staðnum lifandi með skemmtilegu alþjóðlegu ívafi þó með sterkri tengingu við allt það sem er íslenskt þar sem innblásturinn í hönnun staðarins var íslensk náttúra og matargerðin er að mestu leyti úr íslensku hráefni.  Inn af veitingastaðnum er að finna Ísafold bar með þægilegri aðstöðu þar sem tilvalið er að fá sér drykk, hvort sem það er fyrir eða eftir mat.

 

Ein af sérstöðu Ísafoldar er nálægð veitingastaðarins við SPA og fundarherbergi sem staðsett er rétt inn af veitingastaðnum.  Aðstaðan býður upp á skemmtilega möguleika á ýmiss konar mannamótum þar sem matur og vellíðan eiga vel saman og má þar meðal nefna afmæli, gæsapartý, steggjun, saumaklúbba eða aðra vinafundi.  

 

Nánari upplýsingar um Ísfold Bistro er að finna hér

 

CenterHotel Þingholt - á topp 10 Traveller's Choice lista árið 2014

CenterHotel Þingholt er á lista yfir 10 vinsælustu hótelin hjá Tripadvisor í flokknum Traveller's Choice award 2014.  Nánar tiltekið þá vermir CenterHotel Þingholt fjórða sætið.  Aðeins 1% af öllum hótelum skráðum hjá Tripadvisor komast inn á þennan eftirsótta lista.  Við erum afskaplega stolt og um leið glöð með að heyra hversu ánægðir gestirnir okkar eru með dvölina á CenterHotel Þingholti. 

 

Reykjavik Fashion Festival

CenterHotels vinnur náið með Reykjavík Fashion Festival (RFF) sem í ár verður partur af HönnunarMars dagana 27. - 30.mars.  HönnunarMars er stærsta og veglegasta hátíð um hönnun sem haldin er árlega á Íslandi.  Opnanir, vinnustofur og viðburðir sem snúast um hönnun verða allsráðandi um alla Reykjarvíkurborg á meðan á HönnunarMars stendur.

 

CenterHotels og RFF munu blása til lúðra og halda í sameiningu opnunarteiti RFF á SKY Lounge & Bar sem staðsett er á CenterHotel Arnarhvoli. Einnig verður mikið um dýrðir á Ísafold Bistro - Bar & Spa sem staðsett er á CenterHotel Þingholti en þar verður off venue tískusýning á afrakstri íslenskra hönnuða sem tóku þátt í hönnunarkeppni á vegum RFF.

 

Reykjavík Fashion Festival mun svo fara fram í Hörpu 29.mars og munu þar fremstu hönnuðir Íslands í dag sýna nýjustu hönnun sína. 

 

Íslensk hönnun og tíska mun því verða í hávegum höfð hjá CenterHotels næstu daga. 

 

 

 

Tilboðspakkar á sýninguna Ragnheiður í Hörpu!

CenterHotels og Harpa tónlistarhús bjóða upp á sannkallaða helgarstemningu í miðborginni með tilboði á gistingu og miðum á sýninguna Ragnheiður sem fram fer í Eldborgarsal Hörpu þann 6.apríl næstkomandi.  Sýningin hefur fengið einróma lof gagnrýnenda og uppselt hefur verið á hverja aukasýninguna á fætur annarri.  

 

Í boði eru tvenns konar pakkar sem báðir innihalda gistingu á einu af 5 hótelum CenterHotels, fordrykk á SKY Lounge & Bar og miða í úrvalssæti á sýninguna.

 

Nánari upplýsingar um pakkana er að finna hér 

 

Reykjavik Open 2014

CenterHotels er stoltur samstarfsaðili Reykjavik Open 2014 sem haldið verður í Hörpu dagana 4. - 12. mars næstkomandi. 

 

Reykjavik Open er skákmót sem haldið er árlega í Reykjavík og mun í ár fagna 50 ára afmæli sínu.  Skákmótið er í örum vexti og þátttakendafjöldinn eykst með hverju ári. 

 

Við erum spennt fyrir því að taka þátt í Reykjavík Open og hlökkum til að taka á móti þátttakendum sem margir hverjir eru einir bestu skákmenn nútímans sem og áhugamönnum sem munu leggja leið sína til Reykjavíkur til að fylgjast með mótinu.

 

Frekari upplýsingar um mótið er að finna hér