Reykjavik Film Festival & CenterHotels

CenterHotels er stoltur styrktaraðili alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar Reykjavik Film Festival sem haldin verður frá 25.september til 5.október.  Hátíðin er haldin árlega og verður sífellt vinsælli.  Í ár verða yfir 100 kvikmyndir sýndar og tólf alþjóðlegar kvikmyndir munu keppa um RIFF verðlaunin, Gullna lundann.  Ítalskar kvikmyndir verða í brennidepli auk þess sem fjöldi stuttmynda verða sýndar, þar á meðal á annan tug íslenskra stuttmynda sem hafa vakið mikla athygli á kvikmyndahátíðum víða um heim síðustu vikur.  

 

Hátíðin setur svo sannarlega sinn svip á borgina á meðan á henni stendur og CenterHotels eru stolt af því að taka þátt í hátíðarhöldunum. 

 

Villibráðarveisla á Ísafold Bistro - Bar & Spa

Haustið er gengið í garð og við ætlum að fagna því með því að bjóða upp á sannkallaða Villibráðarveislu á Ísafold Bistro - Bar & Spa.  í boði verður ljúffengur þrírétta villibráðarseðill & spennandi fordrykkur sem yfirkokkurinn okkar hæfileikaríki mun setja saman.  Villibráðarseðillinn verður í boði frá 4.október til 9.nóvember.  Borðapantanir fara fram í síma 595 8535 ;-)

 

Ný og glæsileg setustofa á CenterHotel Plaza

Setustofan á CenterHotel Plaza fór nýverið í miklar endurbætur og útkoman úr því er einstaklega fallegt rými.  Setustofan er nú björt,  nýtýskuleg og um leið notaleg með sófum og fallegum arinn.  Tilvalinn staður fyrir gesti til að slappa af og njóta verunnar á CenterHotel Plaza eftir góðan dag í Reykjavík eða nágrenni borgarinnar.  Hótelbarinn er staðsettur rétt inn af setustofunni og er Happy hour á barnum alla daga frá kl. 17:00 til 19:00

 

Hópmatseðill - SKY Lounge & Bar

SKY Lounge & Bar er tilvalinn staður fyrir hópa af öllum stærðum og gerðum til að hittast yfir léttum drykk eða að njóta kvöldsins til hins ýtrasta með gómsætum mat, góðum drykkjum og skemmtilegu andrúmslofti ásamt stórbrotnu útsýni yfir Faxaflóann, Esjuna, Hörpu og miðborg Reykjavíkur.  Við bjóðum upp á gott úrval matseðla fyrir hópinn sem getur verið allt að 80 manns í einu.  

 

Sjá hópmatseðilinn okkar hér

 

Ljúffengur hádegisverður á Ísafold Bistro - Bar & Spa

 Veitingastaðurinn okkar, Ísafold Bistro - Bar & Spa er nú opinn í hádeginu!

 

Hæfileikaríki yfirmatreiðslumeistarinn okkar á Ísafold Bistro - Bar & Spa setti saman ferskan og umfram allt bragðgóðan hádegisseðil sem við bjóðum upp á alla daga frá kl. 11:30.  Njóttu gæðamatargerðar í fallegu umhverfi í hjarta Reykjavíkur.

 

Nánari upplýsingar um hádegisseðilinn okkar er að finna hér