Fundarsalir í hjarta borgarinnar

Á CenterHotel Þingholti er einstaklega góður fundarsalur sem tilvalinn er fyrir smærri fundi.  Salurinn tekur 16 manns í sæti og er allur nauðsynlegur tækjabúnaður til staðar í salnum sem stilla má upp eftir tilefni.

 

Fundarsalurinn er sérlega fallegur en þema hönnunar hans er íslensk náttúra.

 

Í boði eru ýmiss konar fundarpakkar sem hægt er að velja um, þar á meðal pakkar með mat frá veitingastaðnum Isafold Bistro - Bar & Spa sem staðsettur er á hótelinu.

 

Á CenterHotels eru einnig fleiri salir, stærri og smærri sem henta vel til ráðstefnu og fundarhalda. 

 

Sjá nánari upplýsingar um fundarsali CenterHotels hér eða með því að hafa samband við okkur á fundir@centerhotels.com eða í síma 595 8585

 

 

 

Jólagjafabréf CenterHotels

Jólagjafabréfin okkar eru komin í sölu!

 

Í boði eru tvenns konar gjafabréf.  Annað með gistingu og morgunverði fyrir tvo í eina og nótt og hitt með morgunverði og gistingu í eina nótt ásamt þrírétta kvöldverði að hætti kokksins á Ísafold Bistro - Bar & Spa.  

 

Bókanir og nánari upplýsingar í síma 595 8582 eða á bokanir@centerhotels.is 

 

Jólasveinar & CenterHotels

Þá er jólasveinarnir okkar skemmtilegu lagðir af stað á leið til byggða til að gleðja lítil börn, já og mögulega gesti okkar á CenterHotels í ár.   Fyrstu í röðinni er Stekkjastaur og við bíðum hans með mikilli eftirvæntingu.  Gaman að sjá hvort góðir gestir fái lítinn glaðning í kvöld? 

 

 

 

Jólaseðill SKY Lounge & Bar

Nú erum við komin í sannkallað jólaskap og kokkarnir okkar hæfileikaríku eru búnir að setja saman fjögurra rétta jólaseðil sem er sannkallað ljúfmeti. Tilvalinn fyrir einstaklinga sem og hópa af öllum stærðum og gerðum.  SKÝ Lounge & Bar er staðsettur á 8.hæð á CenterHotel Arnarhvoli og staðurinn býður matargestum upp á stórbrotið útsýni yfir jólaljósin í miðborginni og ljósadýrðina í Hörpu tónlistarhúsi.  Á veitingastaðnum er stór verönd sem er tilvalinn staður til að fylgjast með norðuljósunum fjarri truflun frá götuljósunum.  

 

Bókanir í jólaseðil SKY Lounge & Bar  fara fram í síma 595 8545 eða á www.skylounge.is 

 

Jólaseðill SKY Lounge & Bar

 

 

Jólaseðill Ísafold Bistro - Bar & SPA

Á Ísafold Bistro - Bar & SPA er jólaundirbúningurinn á fullri ferð og kokkarnir okkar eru búnir að setja saman gómsætan jólaseðil sem er hreint ævintýri fyrir bragðlaukana.  Jólaseðillinn er framreiddur á skemmtilegan máta, á platta sem allir geta deilt og notið saman.  Tilvalin tilbreyting fyrir jólahlaðborðið í ár.  Veitingastaðurinn er staðsettur á Þingholti og er því í mikilli nálægð við jólaamstrið á Laugaveginum og því tilvalið að staldar þar við og njóta góðra veitinga í ljúfu andrúmslofti.

 

Borðapantanir í síma 595 8535 og á isafold@centerhotels.com

 

Jólaseðill Ísafold Bistro - Bar & SPA