Áfram Ísland!

Það er komið að því og við hjá CenterHotels getum ekki verið spenntari!  

 

Stundin sem þjóðin hefur beðið eftir er runnin upp og við munum sameinast í því að styðja strákana okkar í sínum fyrsta leik á EM í kvöld!

 

Við fögnum því með því að sýna leikinn á RISA SKJÁM á CenterHotel Plaza á Aðalstræti 4.  

 

Við lofum góðri stemningu, skemmtilegum leik, hressandi drykkjum á barnum með Happy Hour frá 17 til 19 og ljúffengum Street Food "take away style" frá Jörgensen Kitchen & Bar!

 

Og við gerum enn betur þar sem við munum sína ALLA leiki EURO 2016 á RISA SKJÁNUM okkar þannig að það verður mikið um dýrðir allt til enda EM 2016!

 

Verið velkomin!

 

 

 

 

 

 

 

Jörgensen Kitchen & Bar - Nýr og glæsilegur veitingastaður

Við opnuðum á dögunum nýjan og glæsilegan veitingastað; Jörgensen Kitchen & Bar.  Veitingastaðurinn er staðsettur á CenterHotel Miðgarði á Laugavegi 120.

 

Á Jörgensen er að finna ljúffengar veitingar, góða þjónustu, létt yfirbragð og fallegt umhverfi.  Útkoman er einskær notalegheit þar sem allir ættu að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi.  

 

Matseðillinn á Jörgensen er sköpunarverk yfirmatreiðslumeistarans; Jóhanns Inga Reynissonar og samanstendur hann af skemmtilegum réttum gerðum úr fersku íslensku hráefni sem blandað er saman með alþjóðlegu tvisti.  

 

Útkoman er umfram allt bragðgóður og um leið fallega framsettur matur sem virkilega gaman er að njóta.  

 

Nánari upplýsingar um Jörgensen er að finna hér

 

Iceland Airwaves 2015 og CenterHotels

Við vinnum náið með hinni sístækkandi tónlistarhátíð Iceland Airwaves og skemmtum okkur því konunglega í síðustu viku þegar við héldum þrenna Iceland Airwaves utandagskártónleika á hótelunum okkar.  Á tónleikunum stigu á stokk virkilega hæfileikaríkir tónlistarmenn frá öllum heimshornum sem héldu uppi frábærri stemningu og skiluðu af sér hamingjusömum áheyrendum.

 

Við hlökkum nú þegar til næsta árs þegar við höldum utandagskrártónleika að nýju með Iceland Airwaves og fáum að bjóða á svið og hlusta á fleiri spennandi tónlistarmenn. 

 

Sjá allt Iceland Airwaves hátíðina hér

 

Herbergi með útsýni á CenterHotel Plaza

Við kynnum með stolti 16 glæsileg ný herbergi á CenterHotel Plaza.  Herbergin eru ekki aðeins einstaklega fallega innréttuð heldur bjóða þau einnig upp á stórbrotið útsýni yfir Reykjavíkurborg.  

 

Herbergin eru kærkomin viðbót við hótelið sem nú býður upp á 200 herbergi á einum besta stað í borginni.  

 

CenterHotel Þingholt í toppsæti á Travellers Choice Award

Við erum afar stolt af því að CenterHotel Þingholt skuli verma þriðja sætið á hinum eftirsóknarverða lista "Travellers Choice Award 2015" hjá Tripadvisor en á listann komast aðeins 10 bestu hótelin á Íslandi.  Af þeim hótelum sem komust á listann er CenterHotel Þingholt í fyrsta sæti af hótelum staðsettum í Reykjavík.  Aðeins 1% hótela sem skráð eru hjá Tripadvisor komast á þennan eftirsóknarverða lista. 

 

Við erum einstaklega stolt af því að gestir okkur séu ánægðir með dvölina hjá okkur og um leið þakklát þeim sem hafa tekið sér tíma til að deila upplifun sinni af hótelinu á Tripadvisor.