Herbergi með útsýni á CenterHotel Plaza

Við kynnum með stolti 16 glæsileg ný herbergi á CenterHotel Plaza.  Herbergin eru ekki aðeins einstaklega fallega innréttuð heldur bjóða þau einnig upp á stórbrotið útsýni yfir Reykjavíkurborg.  

 

Herbergin eru kærkomin viðbót við hótelið sem nú býður upp á 200 herbergi á einum besta stað í borginni.  

 

CenterHotel Þingholt í toppsæti á Travellers Choice Award

Við erum afar stolt af því að CenterHotel Þingholt skuli verma þriðja sætið á hinum eftirsóknarverða lista "Travellers Choice Award 2015" hjá Tripadvisor en á listann komast aðeins 10 bestu hótelin á Íslandi.  Af þeim hótelum sem komust á listann er CenterHotel Þingholt í fyrsta sæti af hótelum staðsettum í Reykjavík.  Aðeins 1% hótela sem skráð eru hjá Tripadvisor komast á þennan eftirsóknarverða lista. 

 

Við erum einstaklega stolt af því að gestir okkur séu ánægðir með dvölina hjá okkur og um leið þakklát þeim sem hafa tekið sér tíma til að deila upplifun sinni af hótelinu á Tripadvisor. 

 

Nýr matseðill á SKY Lounge & Bar

Kokkarnir okkar kláru á SKÝ Lounge & Bar ákváðu að brydda upp á skemmtilegum og ferskum nýjungum þegar þeir settu saman nýja matseðilinn okkar.  

 

Seðillinn samanstendur af forréttum, léttum réttum, stærri réttum ásamt eftirminnanlegum eftirréttum.  

 

Matseðillinn er léttur, spennandi og umfram allt bragðgóður.  

 

Kynntu þér málið á www.skylounge.is

 

Fundarsalir í hjarta borgarinnar

Á CenterHotel Þingholti er einstaklega góður fundarsalur sem tilvalinn er fyrir smærri fundi.  Salurinn tekur 16 manns í sæti og er allur nauðsynlegur tækjabúnaður til staðar í salnum sem stilla má upp eftir tilefni.

 

Fundarsalurinn er sérlega fallegur en þema hönnunar hans er íslensk náttúra.

 

Í boði eru ýmiss konar fundarpakkar sem hægt er að velja um, þar á meðal pakkar með mat frá veitingastaðnum Isafold Bistro - Bar & Spa sem staðsettur er á hótelinu.

 

Á CenterHotels eru einnig fleiri salir, stærri og smærri sem henta vel til ráðstefnu og fundarhalda. 

 

Sjá nánari upplýsingar um fundarsali CenterHotels hér eða með því að hafa samband við okkur á fundir@centerhotels.com eða í síma 595 8585

 

 

 

Jólagjafabréf CenterHotels

Jólagjafabréfin okkar eru komin í sölu!

 

Í boði eru tvenns konar gjafabréf.  Annað með gistingu og morgunverði fyrir tvo í eina og nótt og hitt með morgunverði og gistingu í eina nótt ásamt þrírétta kvöldverði að hætti kokksins á Ísafold Bistro - Bar & Spa.  

 

Bókanir og nánari upplýsingar í síma 595 8582 eða á bokanir@centerhotels.is