Ný og glæsileg setustofa á CenterHotel Plaza

Setustofan á CenterHotel Plaza fór nýverið í miklar endurbætur og útkoman úr því er einstaklega fallegt rými.  Setustofan er nú björt,  nýtýskuleg og um leið notaleg með sófum og fallegum arinn.  Tilvalinn staður fyrir gesti til að slappa af og njóta verunnar á CenterHotel Plaza eftir góðan dag í Reykjavík eða nágrenni borgarinnar.  Hótelbarinn er staðsettur rétt inn af setustofunni og er Happy hour á barnum alla daga frá kl. 17:00 til 19:00

 

Hópmatseðill - SKY Lounge & Bar

SKY Lounge & Bar er tilvalinn staður fyrir hópa af öllum stærðum og gerðum til að hittast yfir léttum drykk eða að njóta kvöldsins til hins ýtrasta með gómsætum mat, góðum drykkjum og skemmtilegu andrúmslofti ásamt stórbrotnu útsýni yfir Faxaflóann, Esjuna, Hörpu og miðborg Reykjavíkur.  Við bjóðum upp á gott úrval matseðla fyrir hópinn sem getur verið allt að 80 manns í einu.  

 

Sjá hópmatseðilinn okkar hér

 

Ljúffengur hádegisverður á Ísafold Bistro - Bar & Spa

 Veitingastaðurinn okkar, Ísafold Bistro - Bar & Spa er nú opinn í hádeginu!

 

Hæfileikaríki yfirmatreiðslumeistarinn okkar á Ísafold Bistro - Bar & Spa setti saman ferskan og umfram allt bragðgóðan hádegisseðil sem við bjóðum upp á alla daga frá kl. 11:30.  Njóttu gæðamatargerðar í fallegu umhverfi í hjarta Reykjavíkur.

 

Nánari upplýsingar um hádegisseðilinn okkar er að finna hér   

 

CenterHotels og Eve Online fan fest

Það var mikið um að vera um síðustu helgi þegar hótelin okkar fylltust af áhugasömum og skemmtilegum þáttakendum í hinu árlega Eve Online fan fest sem fram fór í Hörpu. Okkur fannst afskaplega skemmtilegt að taka þátt og útbjuggum tvö hanastél sem við skýrðum Orbital Rumbardment & Matari Libre og fengum því að láni orð úr sérstaka Eve Online tungumálinu sem notað er í leiknum.  Barirnir okkar Ísafold Bistro - Bar & Spa og SKY Lounge & Bar tóku einnig þátt með því að taka fagnandi á móti þáttakendum í fan fes pub crawl og buðu upp á lifandi tónlist, frábæra drykki og góðar stundir. 

 

Ísafold Bistro - Bar & Spa

Við opnuðum nýverið veitingastaðinn Ísafold Bistro - Bar & Spa á CenterHotel Þingholti.  Ísafold Bistro er stílhreinn og skemmtilegur veitingastaður sem býður upp á fjölbreyttan matseðil sem byggður er upp á vönduðu og fersku íslensku hráefni.

 

Veitingastaðurinn er staðsettur rétt inn af hótelinu og gerir það andrúmsloftið á staðnum lifandi með skemmtilegu alþjóðlegu ívafi þó með sterkri tengingu við allt það sem er íslenskt þar sem innblásturinn í hönnun staðarins var íslensk náttúra og matargerðin er að mestu leyti úr íslensku hráefni.  Inn af veitingastaðnum er að finna Ísafold bar með þægilegri aðstöðu þar sem tilvalið er að fá sér drykk, hvort sem það er fyrir eða eftir mat.

 

Ein af sérstöðu Ísafoldar er nálægð veitingastaðarins við SPA og fundarherbergi sem staðsett er rétt inn af veitingastaðnum.  Aðstaðan býður upp á skemmtilega möguleika á ýmiss konar mannamótum þar sem matur og vellíðan eiga vel saman og má þar meðal nefna afmæli, gæsapartý, steggjun, saumaklúbba eða aðra vinafundi.  

 

Nánari upplýsingar um Ísfold Bistro er að finna hér