StaðsetningCenterHotel SkjaldbreiðCenterHotel KlöppCenterHotel ÞingholtCenterHotel ArnarhvollCenterHotel PlazaFundirÍsafoldSky

 

Salir CenterHotels henta vel fyrir fjölbreytta viðburði hvort sem um er að ræða litla fundi, stórar ráðstefnur, fermingaveislur, brúðkaup, árshátíðir eða önnur einkasamkvæmi.

 

Ráðstefnu- og fundarsalur CenterHotel Plaza er bæði bjartur og fágaður, auk þess að vera útbúinn besta fáanlega tækjabúnaði.

 

Fundarsalurinn er staðsettur á jarðhæð og er því aðgengilegur, stílhreinn og býður upp á mikla möguleika til mismunandi viðburða. Hægt er að skipta salnum upp í þrjá minni sali sem hver um sig er 50 fermetrar eða einn stærri sal sem er 150 fermetra og tekur allt að 150 manns í sæti. 

 

Fundarsalurinn opnast út í afgirtan garð þar sem gestir geta notið ferska loftsins og léttra

veitinga.

 

 

 

 

Á CenterHotel Þingholti er nýtt og gott fundarherbergi sem hentar vel fyrir hefðbundna fundi en er einnig tilvalið fyrir öðruvísi samkomur þar sem möguleiki er á að sameina vinnu með vellíðan.  SPA er staðsett rétt inn af salnum ásamt bar sem býður uppá skemmtilega möguleika á að enda fundinn á afslöppun í heitum potti. 

 

Fundarsalurinn opnast út í lokað port þar sem fyrir eru borð og stólar og geta fundargestið opnað út og notið ferska loftsins.