CenterHotels fá afhenta jafnlaunavottun

Birt þann Flokkar CenterHotels, IcelandEfnisorð , ,

Við hjá CenterHotels erum afar stolt að því að hafa fengið jafnlaunavottun BSI.  Með vottuninni fáum við það staðfest að hjá CenterHotels ríkir launajafnrétti og að tryggt sé að sömu laun eru greidd fyrir sömu eða sambærileg störf óháð kyni.

Jafnlaunastefna CenterHotels er hluti af starfsmannastefnu fyrirtækisins en markmið með innleiðingu hennar er að tryggja að allir starfsmenn búi við sömu tækifæri og að störf þeirra allra séu metin á eigin forsendum, óháð kyni.   Við höfum lagt mikla áherslu á að skapa uppbyggilegt og gott vinnuumhverfi  hjá CenterHotels og hluti af því er að bjóða upp á mikið úrval af námskeiðum, vinnustofum og kynningum ásamt almennri fræðslu fyrir starfsmenn til að tryggja að allir starfsmenn okkar fá jöfn tækifæri til að vaxa og dafna í starfi.

“Að mínu mati ætti að vera sjálfsagt að það séu greidd sömu laun fyrir sömu vinnu.  En nú höfum fengið það staðfest hjá BSI British Standard Institution að við greiðum sömu laun hvort heldur eru kvenmenn eða karlmenn sem vinna verkið.  Vonandi minnkar þýðing þess ekki nú þegar búið er að lögfesta jafnlaunavottunina“ segir Svanfríður Jónsdóttir eigandi CenterHotels.

CenterHotels er fyrsta hótelkeðjan á Íslandi til að hljóta jafnlaunavottun en hjá CenterHotels starfa 267 manns á sex hótelum sem öll eru staðsett í miðborg Reykjavíkur.  Stöðugildin eru um 200 talsins.

Nýir framkvæmdastjórar hjá CenterHotels

Birt þann Flokkar CenterHotels, HótelEfnisorð , , ,

Við hjá CenterHotels horfum með björtum augum til framtíðar og vinnum stöðugt að því að skipuleggja okkur vel fyrir komandi ár þar á meðal  með skipulagningu á hlutverkum í sölu- og markaðsdeildinni.

Nýir framkvæmdastjórar taka við boltanum í sölu- og markaðsdeild.  Sara Kristófersdóttir sem nú gegnir starfi framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs verður framkvæmdastjóri viðskiptasviðs. Sigríður Helga Stefánsdóttir, núverandi markaðsstjóri, tekur við sem framkvæmdastjóri markaðssviðs og Stefán Örn Einarsson, núverandi sölustjóri, verður framkvæmdastjóri sölusviðs.

Sara hefur undanfarin 8 ár verið framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs en þar á undan gegndi hún starfi viðskiptastjóra á Norðurlöndum og síðar Bretlandsmarkaði fyrir Booking.com. Eins hefur Sara gegnt ýmsum störfum hjá CenterHotels frá stofnun fyrirtækisins, en hún lauk BSc hons prófi í International hospitality management frá DIT á Írlandi.

Stefán kom til starfa hjá CenterHotels árið 2009. Hann hefur sinnt ýmsum ábyrgðarstöðum innan fyrirtækisins og verið sölustjóri hótelkeðjunnar undanfarin 2 ár. Stefán lauk BA prófi í viðskiptafræði frá Leeds Beckett University í Englandi og LL.M prófi í alþjóðaviðskiptalögfræði frá sama háskóla.

Sigríður sem síðastliðin fjögur ár hefur verið markaðsstjóri CenterHotels starfaði áður hjá Iceland Express, fyrst sem verkefnastjóri í markaðsdeild og síðar sem viðskiptastjóri erlendra viðskipta.  Sigríður lauk B.Sc prófi í viðskipta- og alþjóðamarkaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Þessar breytingar eru liður að skipulagningu fyrir stækkun keðjunnar sem er í vinnslu en stefnt er að því að opna tvö ný hótel í Reykjavík í lok næsta árs.

Það eru spennandi tímar framundan!

Ný og glæsileg heilsulind í Miðgarði spa

Birt þann Flokkar Heilsulind, SpaEfnisorð , , , , , , , , , ,

Á dögunum opnaði ný og glæsileg heilsulind á CenterHotel Miðgarði.  Heilsulindin er einstaklega fallega innréttuð og er þar að finna líkamsræktaraðstöðu, gufubað og tvo rúmgóða heita potta.  Annar heiti potturinn er staðsettur innandyra en hinn er úti við í afgirtum garði.  Potturinn sem er staðsettur úti býður upp á þann skemmtilega möguleika að njóta þess að sitja í heitum potti undir stjörnubjörtum himni (þegar náttúra Íslands býður upp á slíka gersemi) og ná þannig einstakri tengingu við náttúruna…og það í miðborg Reykjavíkur!

Sökum þess hve heitu pottarnir eru rúmgóðir eru þeir tilvaldir fyrir vinahópa sem vilja njóta gæðastundar saman í rólegu og afslöppuðu umhverfi.  Hægt er að fá ljúfa og frískandi drykki borna fram á meðan heilsulindin er heimsótt.

Úrval af einstaklega afslappandi nuddmeðferðum eru einnig í boði í Miðgarði spa sem tilvaldar eru til að mýkja upp spennta vöðva og örva blóðrásina.

Miðgarður spa er staðsett á CenterHotel Miðgarði á Laugavegi 120 í miðborg Reykjavíkur.