Gjafabréf CenterHotels

Birt þann Flokkar Gjafabréf, Heilsulind, Hótel, Reykjavík, SpaEfnisorð , , , , , ,

Því ekki að gera vel við þína og gefa einstaka upplifun og ljúfa borgarstemningu um jólin? Við bjóðum upp á úrval af notalegum gjafabréfum sem eru tilvalin í jólapakkann til þinna nánustu í ár. Þau gilda ýmist fyrir gistingu á hótelum CenterHotels, mat og drykk á veitingastöðunum sem og dekur í heilsulindum hótela CenterHotels.

Gjafabréfin okkar innihalda gistingu fyrir tvo með morgunverði sem gilda á hótelunum okkar sex sem öll eru staðsett í hjarta borgarinnar.

Rómantísku gjafabréfin okkar eru tilvalin fyrir elskuna þína og gjafabréfin með gistingu og þrírétta máltíð eru tilvalin fyrir sælkerann í lífi þínu.

Að auki bjóðum við upp á gjafabréf á veitingastaðina okkar þrjá sem allir bjóða upp á gómsæta upplifun hvað varðar mat og stemmningu og að sjálfsögðu hin vinsælu spa gjafabréf þar sem í boði eru notalegir dekur pakkar á Miðgarði Spa og Ísafold Spa.

 

Sjá meira um gjafabréfin sem í boði eru hér.

 

Gleðileg jól!