Centertainment

Centertainment

Það kennir ýmissa grasa hjá okkur á CenterHotels í vetur. Við bjóðum gestum og gangandi upp á röð viðburða sem við köllum Centertainment. Viðburðirnir verða jafn ólíkir og þeir verða margir; jóga, pub quiz, kokteilakvöld, dans og lifandi tónlist, svo fátt eitt sé nefnt.  Fylgist með og verið ævinlega velkomin!

 

14. desember  | Spennandi vínkynning á Jörgensen Kitchen & Bar

Sérlegur sérfræðingur í víni mun kíkja í heimsókn til okkar á Jörgensen Kitchen & Bar þann 14.desember næstkomandi og mun deila visku sinni um vínheiminn ásamt því að bjóða upp á smakk á fjórum mismunandi víntegundum.

Vínkynningin mun eiga sér stað kl. 19:00 þann 14.desember og er tilvalin viðbót inn í notalegt kvöld fyrir pör eða hóp af vinum svona svona rétt fyrir jólahátíðina.

Verð á þátttöku í vínkynningunni er 3.900 kr. á mann.  Takmarkað sætaframboð er í boði.

Nánari upplýsingar um vínkynninguna er að finna hjá okkur á jorgensen@centerhotels.com eða í síma 595 8565.

Skráning við vínsmökkunarborðið fer fram hér 

 


 

18. desember  | Jóla jóga á CenterHotel Miðgarði

Væri ekki tilvalið að taka sér smá pásu úr jólaundirbúningnum í ár og njóta þess að slaka á með góðum jóga æfingum?  Þórey Viðars jógakennari mætir á svæðið og mun leiða mjúkan hatha jóga tíma með áherslu á öndunaræfingar, auðveldar stöður og góða slökun.  Þetta mjúka flæði mun hita líkamann vel upp og farið verður hægt í gegnum stöðurnar til að styðja við góða losun. Einnig til að auka styrk og finna jafnvægi. Njóttu endurnærandi djúpslökunar í lok tímans og finndu ró og vellíðan.

Að tímanum loknum er boðið upp á enn meiri slökun fyrir þá sem vilja í Miðgarði Spa, nýtt og glæsilegt spa sem staðsett er á CenterHotel Miðgarði.  Í Miðgarði spa er að finna rúmgóða saunu og heita potta sem staðsettir eru bæði innandyra sem og utandyra í afgirtum garði.

Jóla jógað hefst kl. 17:30 þann 18.desember.

Verð á jógatíma & aðgangi í spa er 3.900 kr. á mann.  Takmarkað pláss í boði.

Nánari upplýsingar um jóla jógað er að finna hjá okkkur á Miðgarði á lobbymidgardur@centerhotels.com eða í síma 595 8560.

Skráning í jóla jóga fer fram hér

 


Margt og mikið á fyrri Centertainment viðburðum

Það er búið að vera mikið um að vera undafarið á Centertainment hjá okkur…

Nóvember

Iceland Airwaves Off Venue tónleikar á CenterHotel Arnarhvol, CenterHotel Þingholti og CenterHotel Miðgarði.

Október

Bleikt jóga í tilefni af Bleikum október

September

5 mínútna portrait af gestunum okkar