Algengar spurningar

Algengar spurningar

Hvenær hefst innritun og hvenær er útritun?

plus minus

Innritun á öll okkar hótel hefst kl. 14:00 og útritun er kl. 12:00 (á hádegi).
Er möguleiki á að innritar sig fyrr en á auglýstum innritunartíma?

plus minus

Já, hægt er að innrita sig fyrr en kl. 14:00 svo lengi sem við búum svo vel að eiga laust herbergi.  Innritun fyrir kl. 14:00 kostar aukalega 25 evrur.
Er möguleiki að dvelja lengur á hótelinu en á auglýstum útritunartíma?

plus minus

Það er hægt að dvelja lengur en til kl. 12:00 hjá okkur en það kostar aukalega 25 evrur.
Er hægt að fá uppfærslu upp í betra herbergi?

plus minus

Við búum svo vel að því að hafa gott úrval af herbergjatýpum og getum boðið upp á uppfærslu svo lengi sem við eigum laus herbergi. Sjá nánari upplýsingar um herbergjatýpurnar okkar á hverju hóteli fyrir sig hér. Uppfærsla kostar aukalega frá 25 evrur á nóttu.
Hver er munurinn á herbergjatýpunum sem er í boði?

plus minus

Herbergjatýpurnar eru mismunandi eftir því á hvaða hóteli þú dvelur. Hægt er að fá nánari upplýsingar um hverja og eina herbergjatýpu á hótelunum okkar hér.
Er hægt að panta nesti til að taka með?

plus minus

Já, Grab & Go matarpakkinn okkar er tilvalinn til að taka með í ferðalagið. Við útbúum slíkan matarpakka með glöðu geði. Innifalið í matarpakkanum er val um kaffi eða te í íláti sem hægt er að taka með samloka, safi, jógúrt og ávöxtur. Matarpakkinn kostar 1800 kr. á mann.
Er CenterHotel með veitingastað?

plus minus

Já, á CenterHotels eru þrír veitingastaðir sem staðsettir eru á þremur mismunandi hótelum, allir þó í miðborg Reykjavíkur.  Ísafold Restaurant er staðsettur á boutique hótelinu okkar CenterHotel Þingholti, Jörgensen Kitchen & Bar er staðsettur á nýja glæsilega hótelinu okkar CenterHotel Miðgarði og SKÝ Restaurant & Bar er útsýnisveitingastaðurinn okkar sem staðsettur er á CenterHotel Arnarhvol.  Sjá nánari upplýsingar um alla okkar veitingastaði hér.
Er spa á CenterHotels?

plus minus

Á CenterHotel eru tvö spa og ein heilsulind.  Ísafold spa er einstaklega fallegt spa staðsett á CenterHotel Þingholti.  Í Ísafold spa er rúmgóður heitur pottur, sauna, líkamsrækt búningsklefar og nuddherbergi þar sem boðið er upp á úrval af nuddmeðferðum.  Miðgarður spa er staðsett á CenterHotel Miðgarði.  Þar er að finna saunu, líkamsrækt, búningsklefa og tvo heita potta – einn innandyra og annan utandyra.  Í Miðgarði spa eru einnig nuddherbergi þar sem boðið er upp á úrval af nuddmeðferðum.  Opið er fyrir almenning í bæði Ísafold spa og Miðgarð spa.  Á CenterHotel Arnarhvol er heilsulind þar sem finna má heitan pott og saunu.  Eingöngu er aðgengi í heilsulindina á Arnarhvol fyrir hótelgesti á Arnarhvoli.  Nánari upplýsingar um spa og heilsulind CenterHotels er að finna hér.
Ég er með mikinn farangur – gæti ég fengið aðstoð við að bera hann inn á herbergið mitt?

plus minus

Við getum aðstoðað þig með að bera farangurinn inn á herbergið fyrir 15 evrur á herbergi. Við getum einnig borið farangurinn inn á herbergið fyrir hópa sem eru með 10 herbergi eða fleiri fyrir 10 evrur á herbergi. Töskuburðurinn sem við bjóðum upp á innifelur töskuburð frá móttöku inn á herbergi á komudag og úr herbergi í móttöku á brottfarardag.
Er hægt að fá aukarúm inn á herbergið mitt?

plus minus

Hægt er að fá aukarúm sent inn á herbergið svo lengi sem að hægt er að bæta rúmi fyrir inn á herberginu sem þú dvelur í og svo lengi sem við eigum laust aukarúm. Hægt er að sjá hvort aukarúm komist fyrir inn á herberginu þínu á síðu hótels þíns – sjá hér. Aukarúm kostar 50 evrur á nóttu.  Óska þarf eftir að fá aukarúm áður en þú innritar þig inn á hótelið.
Er hægt að fá barnarúm inn á herbergið mitt?

plus minus

Hægt er að fá barnarúm inn á herbergið þitt fyrir 10 evrur á nóttu. Bóka þarf barnarúm fyrir komu þína á hótelið.
Bjóðið þið upp á aukaþjónustu fyrir sérstök tilefni?

plus minus

Við erum alltaf til í að aðstoða með að gera sérstöku tilefnin enn eftirminnilegri og skemmtilegri. Við bjóðum upp á ýmiss konar pakka sem þú finnur hér.
Er morgunverður innifalinn og hvenær er hann borinn fram?

plus minus

Morgunverðarhlaðborð er innifalið á öllum hótelunum okkar og er borinn fram milli 7:00 og 10:00.
Er hægt að fá snemmbúinn morgunverð?

plus minus

Hægt er að fá snemmbúinn morgunverð ef þú þarf að fara mjög snemma af stað frá hótelinu. Snemmbúinn morgunverðurinn er borinn fram milli 4:00 og 7:00 og inniheldur croissant, kaffi eða te. Nauðsynlegt er að bóka snemmbúna morgunverðinn með dags fyrirvara.
Eru bílastæði hjá hótelunum?

plus minus

Öll hótelin okkar eru staðsett í miðborg Reykjavíkur og eru því í nálægð við nokkur almennings bílastæðahús. Það eru nokkur bílastæði við CenterHotel Arnarhvol og CenterHotel Miðgarð en ekki er hægt að panta þau eða taka þau frá.  Gott er að hafa samband við móttökuna á hótelinu þegar þú kemur til að fá nánari upplýsingar um bílastæðin.
Er hægt að bóka flugvallarakstur í gegnum CenterHotels?

plus minus

Flugvallarakstur er ekki innifalinn inni í verði hótelherbergisins þíns en við getum að sjálfsögðu aðstoðað þig með að bóka akstur til og/eða frá flugvelli.  Nauðsynlegt er að óska eftir slíkum akstri með 24 klst fyrirvara.  Möguleiki er einnig fyrir þig að bóka flugvallarakstur í gegnum aðila sem við treystum og vinnum með, sjá hér.
Er hægt að bóka dagsferð um Ísland í gegnum CenterHotels?

plus minus

Við erum boðin og búin til að aðstoða við bókun á ýmiss konar afþreyingu sem snýr að því að kynnast landi og þjóð.  Við getum mælt með skemmtilegum ferðum sem gaman væri fyrir þig að fara í og sagt þér frá möguleikum sem þér býðst ef þú ert með eitthvað sérstakt í huga.  Bóka þyrfti slíka afþreyingu með dags fyrirvara.  Einnig hefur þú möguleika á að skoða og bóka slíka ferð sjálf/ur og þá mælum við með að það sé gert með hjálp aðila sem við treystum og vinnum því með.  Sjá hér.
Hvernig hljóma afbókunarskilmálar CenterHotels?

plus minus

Þú finnur allar upplýsingar um afbókuarskilmálana okkar hér.
Hvernig hljóma notkunarskilmálar CenterHotels.is síðunnar?

plus minus

Þú finnur allar upplýsingar um notkunarskilmála síðunnar okkar hér.
Hvernig hljómar persónuverndarstefna CenterHotels?

plus minus

Þú finnur upplýsingar um persónuverndarstefnu CenterHotels hér.