Gjafabréf CenterHotels

Birt þann Flokkar Gjafabréf, Heilsulind, Hótel, Reykjavík, SpaEfnisorð , , , , , ,

Því ekki að gera vel við þína og gefa einstaka upplifun og ljúfa borgarstemningu um jólin? Við bjóðum upp á úrval af notalegum gjafabréfum sem eru tilvalin í jólapakkann til þinna nánustu í ár. Þau gilda ýmist fyrir gistingu á hótelum CenterHotels, mat og drykk á veitingastöðunum sem og dekur í heilsulindum hótela CenterHotels.

Gjafabréfin okkar innihalda gistingu fyrir tvo með morgunverði sem gilda á hótelunum okkar sex sem öll eru staðsett í hjarta borgarinnar.

Rómantísku gjafabréfin okkar eru tilvalin fyrir elskuna þína og gjafabréfin með gistingu og þrírétta máltíð eru tilvalin fyrir sælkerann í lífi þínu.

Að auki bjóðum við upp á gjafabréf á veitingastaðina okkar þrjá sem allir bjóða upp á gómsæta upplifun hvað varðar mat og stemmningu og að sjálfsögðu hin vinsælu spa gjafabréf þar sem í boði eru notalegir dekur pakkar á Miðgarði Spa og Ísafold Spa.

 

Sjá meira um gjafabréfin sem í boði eru hér.

 

Gleðileg jól!

HM stemning hjá CenterHotels

Birt þann Flokkar Iceland, SportsEfnisorð , ,

Draumurinn er við það að rætast – draumurinn sem við höfum ekki þorað að vona í gegnum árin rætist núna þegar íslenska karlalandsliðið mætir til leiks á HM í fyrsta sinn. Við erum spennt og tilbúin til að hvetja strákana okkar áfram og stefnum á að njóta þess til hins ýtrasta í leiðinni. Þess vegna ætlum við að sýna alla leiki HM á bæði CenterHotel Plaza og CenterHotel Miðgarði í skemmtilegri stemningu með úrvali af spennandi veitingum á tilboði. Hápunkturinn verður að sjálfsögðu þegar íslenska landsliðið stígur á stokk og mætir Argentínu þann 16.júní – Nígeríu þann 22.júní og Króatíu þann 26.júní.

Á Plaza verða allir leikirnir sýndir á stórum skjám og hægt verður að njóta þess að horfa á þá í þægilegum sætum í skemmtilegri stemningu. Happy hour verður í boði á meðan á leikjunum stendur ásamt sértilboði á Tapas réttum og nachos.  Sjá nánari upplýsingar hér

Á Miðgarði verða leikirnir sýndir allir með tölu. Happy hour verður á barnum og 20% afsláttur af barsnakkinu. Meiri upplýsingar hér

Vertu með í HM gleðinni á CenterHotels.

Áfram Ísland!

CH Þingholt í Hall of fame hjá Tripadvisor

Birt þann Flokkar CenterHotels, Hótel, ÍslandEfnisorð , , , , , , , ,

CenterHotel Þingholt fékk á dögunum viðurkenningu frá ferðasíðunni Tripadvisor en síðastliðin ár hefur ferðasíðan staðið fyrir því að verðlauna hótel sem ná hvað bestum árangri þegar kemur að mati á gæðum upplifunar á hótelum og fjölda ánægðra gesta með því sem kallað er Certificate of Excellence.

CenterHotel Þingholt hefur fengið þá viðurkenningu allt frá því að Tripadvisor hóf að veita hana.

Sökum þess að CenterHotel Þingholt hefur fengið Certificate of Excellence viðurkenninguna fimm ár í röð fær hótelið í ár aðra viðurkenningu sem jafnframt er mjög eftirsótt og kallast Certificate of Excellence Hall of Fame.

Við erum einstaklega þakklát og tökum á móti viðurkenningunni með  ánægju og lítum á hana sem mikla viðurkenningu fyrir hótelið  og hótelkeðjuna í heild sinni.  Allt frá upphafi höfum við lagt okkur fram við að standa okkur vel í mæta og fara fram úr væntingum gesta – með því að hafa gott starfsfólk sem leggur sig fram við að taka vel á móti gestunum.  Það er ekki sjálfgefið að ferðamenn hafi tíma eða hugsi út í það þegar komið er heim úr fríinu að fara inn á netið og skilja eftir góða umsögn um hótelið sem þeir dvöldu á og því þökkum við gestunum okkar kærlega fyrir að gefa sér tíma í það.

Við höldum ótrauð áfram inn í framtíðina með þá stefnu að halda áfram að veita gestum okkar góða þjónustu og hlökkum til að taka á móti framtíðargestum CenterHotel Þingholts.

CenterHotels fá afhenta jafnlaunavottun

Birt þann Flokkar CenterHotels, IcelandEfnisorð , ,

Við hjá CenterHotels erum afar stolt að því að hafa fengið jafnlaunavottun BSI.  Með vottuninni fáum við það staðfest að hjá CenterHotels ríkir launajafnrétti og að tryggt sé að sömu laun eru greidd fyrir sömu eða sambærileg störf óháð kyni.

Jafnlaunastefna CenterHotels er hluti af starfsmannastefnu fyrirtækisins en markmið með innleiðingu hennar er að tryggja að allir starfsmenn búi við sömu tækifæri og að störf þeirra allra séu metin á eigin forsendum, óháð kyni.   Við höfum lagt mikla áherslu á að skapa uppbyggilegt og gott vinnuumhverfi  hjá CenterHotels og hluti af því er að bjóða upp á mikið úrval af námskeiðum, vinnustofum og kynningum ásamt almennri fræðslu fyrir starfsmenn til að tryggja að allir starfsmenn okkar fá jöfn tækifæri til að vaxa og dafna í starfi.

“Að mínu mati ætti að vera sjálfsagt að það séu greidd sömu laun fyrir sömu vinnu.  En nú höfum fengið það staðfest hjá BSI British Standard Institution að við greiðum sömu laun hvort heldur eru kvenmenn eða karlmenn sem vinna verkið.  Vonandi minnkar þýðing þess ekki nú þegar búið er að lögfesta jafnlaunavottunina“ segir Svanfríður Jónsdóttir eigandi CenterHotels.

CenterHotels er fyrsta hótelkeðjan á Íslandi til að hljóta jafnlaunavottun en hjá CenterHotels starfa 267 manns á sex hótelum sem öll eru staðsett í miðborg Reykjavíkur.  Stöðugildin eru um 200 talsins.

Nýir framkvæmdastjórar hjá CenterHotels

Birt þann Flokkar CenterHotels, HótelEfnisorð , , ,

Við hjá CenterHotels horfum með björtum augum til framtíðar og vinnum stöðugt að því að skipuleggja okkur vel fyrir komandi ár þar á meðal  með skipulagningu á hlutverkum í sölu- og markaðsdeildinni.

Nýir framkvæmdastjórar taka við boltanum í sölu- og markaðsdeild.  Sara Kristófersdóttir sem nú gegnir starfi framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs verður framkvæmdastjóri viðskiptasviðs. Sigríður Helga Stefánsdóttir, núverandi markaðsstjóri, tekur við sem framkvæmdastjóri markaðssviðs og Stefán Örn Einarsson, núverandi sölustjóri, verður framkvæmdastjóri sölusviðs.

Sara hefur undanfarin 8 ár verið framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs en þar á undan gegndi hún starfi viðskiptastjóra á Norðurlöndum og síðar Bretlandsmarkaði fyrir Booking.com. Eins hefur Sara gegnt ýmsum störfum hjá CenterHotels frá stofnun fyrirtækisins, en hún lauk BSc hons prófi í International hospitality management frá DIT á Írlandi.

Stefán kom til starfa hjá CenterHotels árið 2009. Hann hefur sinnt ýmsum ábyrgðarstöðum innan fyrirtækisins og verið sölustjóri hótelkeðjunnar undanfarin 2 ár. Stefán lauk BA prófi í viðskiptafræði frá Leeds Beckett University í Englandi og LL.M prófi í alþjóðaviðskiptalögfræði frá sama háskóla.

Sigríður sem síðastliðin fjögur ár hefur verið markaðsstjóri CenterHotels starfaði áður hjá Iceland Express, fyrst sem verkefnastjóri í markaðsdeild og síðar sem viðskiptastjóri erlendra viðskipta.  Sigríður lauk B.Sc prófi í viðskipta- og alþjóðamarkaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Þessar breytingar eru liður að skipulagningu fyrir stækkun keðjunnar sem er í vinnslu en stefnt er að því að opna tvö ný hótel í Reykjavík í lok næsta árs.

Það eru spennandi tímar framundan!

Ný og glæsileg heilsulind í Miðgarði spa

Birt þann Flokkar Heilsulind, SpaEfnisorð , , , , , , , , , ,

Á dögunum opnaði ný og glæsileg heilsulind á CenterHotel Miðgarði.  Heilsulindin er einstaklega fallega innréttuð og er þar að finna líkamsræktaraðstöðu, gufubað og tvo rúmgóða heita potta.  Annar heiti potturinn er staðsettur innandyra en hinn er úti við í afgirtum garði.  Potturinn sem er staðsettur úti býður upp á þann skemmtilega möguleika að njóta þess að sitja í heitum potti undir stjörnubjörtum himni (þegar náttúra Íslands býður upp á slíka gersemi) og ná þannig einstakri tengingu við náttúruna…og það í miðborg Reykjavíkur!

Sökum þess hve heitu pottarnir eru rúmgóðir eru þeir tilvaldir fyrir vinahópa sem vilja njóta gæðastundar saman í rólegu og afslöppuðu umhverfi.  Hægt er að fá ljúfa og frískandi drykki borna fram á meðan heilsulindin er heimsótt.

Úrval af einstaklega afslappandi nuddmeðferðum eru einnig í boði í Miðgarði spa sem tilvaldar eru til að mýkja upp spennta vöðva og örva blóðrásina.

Miðgarður spa er staðsett á CenterHotel Miðgarði á Laugavegi 120 í miðborg Reykjavíkur.

Takk fyrir komuna í Bleikt Jóga

Birt þann Flokkar Jóga, Reykjavík, ViðburðirEfnisorð , , ,

Við þökkum öllum þeim sem mættu í Bleikt Jóga á CenterHotel Miðgarði 12. október síðastliðinn. Allir fóru alsælir og endurnærðir heim eftir að Þórey Viðars leiddi unaðslegan 60 mínútna jógatíma með góðum öndunar og teygjuæfingum og langri slökun.  Eftir jógatímann nýttu flestar sér spa aðstöðu CenterHotel Miðgarðs og pöntuðu sér bleikan kokteil í pottinn. Allur ágóði kvöldsins fór til styrktar Bleiku slaufunnar.

Fylgist vel með þar sem Centertainment mun að sjálfsögðu halda áfram að bjóða upp á ýmsa skemmtilega viðburði í vetur.

 

Bleikur október

Birt þann Flokkar CenterHotels, Iceland, Reykjavík, ViðburðirEfnisorð , , ,

Bleikur október

Októbermánuður hefur verið tileinkaður því að vekja athygli á krabbameini hjá konum og bleiki dagurinn í ár verður haldinn hátíðlegur föstudaginn 13. október.

Til að halda uppá daginn munu meðal annars nokkrar byggingar í Reykjavík eins og Hallgrímskirkja, Háskóli Íslands og Harpa vera baðaðar bleiku ljósi.  Ása Gunnlaugsdóttir gullsmiður og hönnuður hannaði Bleiku slaufuna í ár og mun söfnunarfé bleiku slaufurnar renna til Ráðgjafarþjónustu félagsins með það að markmiði að efla stuðning, fræðslu og ráðgjöf til einstaklinga um allt land sem greinast með krabbamein og aðstandenda þeirra.

Við hjá CenterHotels erum stolt af því að styðja átakið Bleika slaufan og hlökkum til að taka þátt í bleikum október. Við vonum að sem flestir taki þátt með okkur.

The Pink Drink

Í októbermánuði munum við bjóða uppá Bleikan kokteil þar sem hluti ágóðans rennur til Bleiku slaufunnar. The Pink Drink er til sölu á SKÝ Restaurant & Bar, Ísafold Restaurant, Jörgensen Kitchen & Bar og CenterHotel Plaza. The Pink Drink fæst bæði áfengur og óáfengur.

Bleikt Jóga og spa

Centertainment býður upp á  Bleikt jóga 12. október á CenterHotel Miðgarði.

Þórey Viðars mun leiða mjúkan hatha jóga tíma með áherslu á öndunaræfingar, einfaldar stöður, teygjur og endar með góðri slökun.  Eftir jógatímann er hægt að nýta sér spa aðstöðu CenterHotel Miðgarðs og jafnvel pantað einn bleikan drykk í pottinn.

Tíminn er frá 18:00-19:00 og kostnaður er 2.000 kr. en frjáls framlög eru vel þegin. Allur ágóði rennur til Bleiku slaufunnar og auðvitað eru allir hvattir til að klæðast bleiku.

Skráning fer fram hér og verður að skrá sig fyrir hádegi 11. október.

Bleikur Leikur

Í tilefni af Bleikum október býður CenterHotels til Facebook leiks þar sem 6 heppnir þáttakendur vinna dekurkvöld á Ísafold SPA í október. Innifalið í vinningnum er aðgangur í Ísafold SPA auk þess sem hver og einn vinur fær einn bleikann kokteil borinn fram í heita pottinn.  Leikurinn verður auglýstur á Facebook síðu Ísafold Restaurant þar sem þáttakendur geta merkt allt að fimm vini sína og verður svo einn heppinn vinahópur dreginn út á Bleika deginum 13. október.

Hlökkum til að sjá sem flesta á bleikum október.

Opnunarteiti – CenterHotel Miðgarður

Birt þann Flokkar Hótel, Iceland, ViðburðirEfnisorð , , , ,

Á dögunum opnaði CenterHotel Miðgarður í nýrri og enn skemmtilegri mynd og var því ákveðið að fagna því með veislu.

Þar sem þema hótelsins snýr að grænu, gróðri og góðum stundum var ákveðið að leyfa því að njóta sín í opnunarteitinu.  Slegið var því á létta strengi undir ljúfum og sumarlegum salsa tónum sem var í höndum tríós Óskars Guðjónssonar saxafónleikara.  Veitingarnar sem boðið var upp á komu frá veitingastað hótelsins; Jörgensen Kitchen & Bar og voru í formi ljúffengra smáborgara, kjúklingaspjóta og annara girnilegra veitinga. Jörgensen er rómað fyrir einstakt úrval af kokteilum og bauðst gestum því að smakka á úrvali kokteila sem Jörgensen býður upp á að jafnaði. 

Ýmiss konar skemmtun beið gesta í veislunni, þar á meðal selfie myndataka í runnanum og fimm mínútna portrait teikning af gestunum sem var í öruggum höndum listamannsins Elínar Elísabetu. Boðið var upp á vínsmökkun og leiðsögn um hótelið milli þess að gestir fengu að njóta sín í fallegu umhverfi og skemmtilegu fólki.  Að lokum voru allir gestir leystir út með lítilli pottaplöntu frá Miðgarði.

 

Nýjasta nýtt – CenterHotel Miðgarður

Birt þann Flokkar CenterHotels, Hotel, Hótel, ReykjavíkEfnisorð , ,

Á dögunum opnaði nýjasta hótel CenterHotels; CenterHotel Miðgarður í nýrri og skemmtilegri mynd. 

Hótelið sem staðsett er á horni Rauðarárstígs og Laugavegs opnaði fyrir tveimur árum síðar og voru þá 43 herbergi á hótelinu.  Með tilkomu viðbyggingarinnar sem opnaði nýlega samanstendur hótelið nú af 170 glæsilegum herbergjum, morgunverðarsal, opnu og rúmgóðu móttökusvæði, bar og einstaklega skemmtilegum og vel hönnuðum fundarsölum. Hótelbyggingin er þannig hönnuð að í miðju hennar er afgirtur garður sem útgengt er út í frá móttökusvæðinu og frá veitingastaðnum Jörgensen Kitchen & Bar sem einnig er staðsettur er á hótelinu.  

Veitingastaðurinn er rúmgóður en um leið hlýlegur og býður upp á spennandi rétti í hádeginu og á kvöldin.  Á barnum er að finna úrval kokteila og Happy hour er alla daga vikunnar frá 16:00 til 18:00. Jörgensen býður upp á spennandi hópmatseðil og er vel í stakk búinn til að taka á móti stórum sem smáum hópum í mat.  

Með viðbyggingunni á Miðgarði bættist einnig við heilsulind þar sem finna má glæsilega líkamsræktaraðstöðu, saunu og heita potta bæði innandyra sem og utandyra.  Boðið verður upp á ýmiss konar nudd og snyrtimeðferðir í heilsulindinni sem aðgengileg verður bæði gestum hótelsins sem og öðrum áhugasömum gestum.

Hönnuðum hótelsins, Gláma Kím tókst einstaklega vel til við hönnun hótelsins en lagt var upp með að hönnunin væru klassísk, falleg, tímalaus og að sjálfsögðu að hún myndi passa vel inn í umhverfið og fegra það um leið.  Lögð var áhersla á hótelið myndir vera opið og aðgengilegt með skemmtilegum rýmum sem gestir myndu njóta þess að dvelja á bæði utandyra sem og innandyra.  Gróður spilar stóran þátt í hönnuninni og setur mjúka línu inn á hótelið en grænar plöntur af ýmsum stærðum og gerðum eru vel sýnilegar um allt hótelið.

Vertu velkomin á CenterHotel Miðgarð.