Gjafabréf CenterHotels

Birt þann Flokkar Gjafabréf, Heilsulind, Hótel, Reykjavík, SpaEfnisorð , , , , , ,

Því ekki að gera vel við þína og gefa einstaka upplifun og ljúfa borgarstemningu um jólin? Við bjóðum upp á úrval af notalegum gjafabréfum sem eru tilvalin í jólapakkann til þinna nánustu í ár. Þau gilda ýmist fyrir gistingu á hótelum CenterHotels, mat og drykk á veitingastöðunum sem og dekur í heilsulindum hótela CenterHotels.

Gjafabréfin okkar innihalda gistingu fyrir tvo með morgunverði sem gilda á hótelunum okkar sex sem öll eru staðsett í hjarta borgarinnar.

Rómantísku gjafabréfin okkar eru tilvalin fyrir elskuna þína og gjafabréfin með gistingu og þrírétta máltíð eru tilvalin fyrir sælkerann í lífi þínu.

Að auki bjóðum við upp á gjafabréf á veitingastaðina okkar þrjá sem allir bjóða upp á gómsæta upplifun hvað varðar mat og stemmningu og að sjálfsögðu hin vinsælu spa gjafabréf þar sem í boði eru notalegir dekur pakkar á Miðgarði Spa og Ísafold Spa.

 

Sjá meira um gjafabréfin sem í boði eru hér.

 

Gleðileg jól!

Ný og glæsileg heilsulind í Miðgarði spa

Birt þann Flokkar Heilsulind, SpaEfnisorð , , , , , , , , , ,

Á dögunum opnaði ný og glæsileg heilsulind á CenterHotel Miðgarði.  Heilsulindin er einstaklega fallega innréttuð og er þar að finna líkamsræktaraðstöðu, gufubað og tvo rúmgóða heita potta.  Annar heiti potturinn er staðsettur innandyra en hinn er úti við í afgirtum garði.  Potturinn sem er staðsettur úti býður upp á þann skemmtilega möguleika að njóta þess að sitja í heitum potti undir stjörnubjörtum himni (þegar náttúra Íslands býður upp á slíka gersemi) og ná þannig einstakri tengingu við náttúruna…og það í miðborg Reykjavíkur!

Sökum þess hve heitu pottarnir eru rúmgóðir eru þeir tilvaldir fyrir vinahópa sem vilja njóta gæðastundar saman í rólegu og afslöppuðu umhverfi.  Hægt er að fá ljúfa og frískandi drykki borna fram á meðan heilsulindin er heimsótt.

Úrval af einstaklega afslappandi nuddmeðferðum eru einnig í boði í Miðgarði spa sem tilvaldar eru til að mýkja upp spennta vöðva og örva blóðrásina.

Miðgarður spa er staðsett á CenterHotel Miðgarði á Laugavegi 120 í miðborg Reykjavíkur.