Gjafabréf CenterHotels

Birt þann Flokkar Gjafabréf, Heilsulind, Hótel, Reykjavík, SpaEfnisorð , , , , , ,

Því ekki að gera vel við þína og gefa einstaka upplifun og ljúfa borgarstemningu um jólin? Við bjóðum upp á úrval af notalegum gjafabréfum sem eru tilvalin í jólapakkann til þinna nánustu í ár. Þau gilda ýmist fyrir gistingu á hótelum CenterHotels, mat og drykk á veitingastöðunum sem og dekur í heilsulindum hótela CenterHotels.

Gjafabréfin okkar innihalda gistingu fyrir tvo með morgunverði sem gilda á hótelunum okkar sex sem öll eru staðsett í hjarta borgarinnar.

Rómantísku gjafabréfin okkar eru tilvalin fyrir elskuna þína og gjafabréfin með gistingu og þrírétta máltíð eru tilvalin fyrir sælkerann í lífi þínu.

Að auki bjóðum við upp á gjafabréf á veitingastaðina okkar þrjá sem allir bjóða upp á gómsæta upplifun hvað varðar mat og stemmningu og að sjálfsögðu hin vinsælu spa gjafabréf þar sem í boði eru notalegir dekur pakkar á Miðgarði Spa og Ísafold Spa.

 

Sjá meira um gjafabréfin sem í boði eru hér.

 

Gleðileg jól!

CH Þingholt í Hall of fame hjá Tripadvisor

Birt þann Flokkar CenterHotels, Hótel, ÍslandEfnisorð , , , , , , , ,

CenterHotel Þingholt fékk á dögunum viðurkenningu frá ferðasíðunni Tripadvisor en síðastliðin ár hefur ferðasíðan staðið fyrir því að verðlauna hótel sem ná hvað bestum árangri þegar kemur að mati á gæðum upplifunar á hótelum og fjölda ánægðra gesta með því sem kallað er Certificate of Excellence.

CenterHotel Þingholt hefur fengið þá viðurkenningu allt frá því að Tripadvisor hóf að veita hana.

Sökum þess að CenterHotel Þingholt hefur fengið Certificate of Excellence viðurkenninguna fimm ár í röð fær hótelið í ár aðra viðurkenningu sem jafnframt er mjög eftirsótt og kallast Certificate of Excellence Hall of Fame.

Við erum einstaklega þakklát og tökum á móti viðurkenningunni með  ánægju og lítum á hana sem mikla viðurkenningu fyrir hótelið  og hótelkeðjuna í heild sinni.  Allt frá upphafi höfum við lagt okkur fram við að standa okkur vel í mæta og fara fram úr væntingum gesta – með því að hafa gott starfsfólk sem leggur sig fram við að taka vel á móti gestunum.  Það er ekki sjálfgefið að ferðamenn hafi tíma eða hugsi út í það þegar komið er heim úr fríinu að fara inn á netið og skilja eftir góða umsögn um hótelið sem þeir dvöldu á og því þökkum við gestunum okkar kærlega fyrir að gefa sér tíma í það.

Við höldum ótrauð áfram inn í framtíðina með þá stefnu að halda áfram að veita gestum okkar góða þjónustu og hlökkum til að taka á móti framtíðargestum CenterHotel Þingholts.

Nýir framkvæmdastjórar hjá CenterHotels

Birt þann Flokkar CenterHotels, HótelEfnisorð , , ,

Við hjá CenterHotels horfum með björtum augum til framtíðar og vinnum stöðugt að því að skipuleggja okkur vel fyrir komandi ár þar á meðal  með skipulagningu á hlutverkum í sölu- og markaðsdeildinni.

Nýir framkvæmdastjórar taka við boltanum í sölu- og markaðsdeild.  Sara Kristófersdóttir sem nú gegnir starfi framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs verður framkvæmdastjóri viðskiptasviðs. Sigríður Helga Stefánsdóttir, núverandi markaðsstjóri, tekur við sem framkvæmdastjóri markaðssviðs og Stefán Örn Einarsson, núverandi sölustjóri, verður framkvæmdastjóri sölusviðs.

Sara hefur undanfarin 8 ár verið framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs en þar á undan gegndi hún starfi viðskiptastjóra á Norðurlöndum og síðar Bretlandsmarkaði fyrir Booking.com. Eins hefur Sara gegnt ýmsum störfum hjá CenterHotels frá stofnun fyrirtækisins, en hún lauk BSc hons prófi í International hospitality management frá DIT á Írlandi.

Stefán kom til starfa hjá CenterHotels árið 2009. Hann hefur sinnt ýmsum ábyrgðarstöðum innan fyrirtækisins og verið sölustjóri hótelkeðjunnar undanfarin 2 ár. Stefán lauk BA prófi í viðskiptafræði frá Leeds Beckett University í Englandi og LL.M prófi í alþjóðaviðskiptalögfræði frá sama háskóla.

Sigríður sem síðastliðin fjögur ár hefur verið markaðsstjóri CenterHotels starfaði áður hjá Iceland Express, fyrst sem verkefnastjóri í markaðsdeild og síðar sem viðskiptastjóri erlendra viðskipta.  Sigríður lauk B.Sc prófi í viðskipta- og alþjóðamarkaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Þessar breytingar eru liður að skipulagningu fyrir stækkun keðjunnar sem er í vinnslu en stefnt er að því að opna tvö ný hótel í Reykjavík í lok næsta árs.

Það eru spennandi tímar framundan!

Opnunarteiti – CenterHotel Miðgarður

Birt þann Flokkar Hótel, Iceland, ViðburðirEfnisorð , , , ,

Á dögunum opnaði CenterHotel Miðgarður í nýrri og enn skemmtilegri mynd og var því ákveðið að fagna því með veislu.

Þar sem þema hótelsins snýr að grænu, gróðri og góðum stundum var ákveðið að leyfa því að njóta sín í opnunarteitinu.  Slegið var því á létta strengi undir ljúfum og sumarlegum salsa tónum sem var í höndum tríós Óskars Guðjónssonar saxafónleikara.  Veitingarnar sem boðið var upp á komu frá veitingastað hótelsins; Jörgensen Kitchen & Bar og voru í formi ljúffengra smáborgara, kjúklingaspjóta og annara girnilegra veitinga. Jörgensen er rómað fyrir einstakt úrval af kokteilum og bauðst gestum því að smakka á úrvali kokteila sem Jörgensen býður upp á að jafnaði. 

Ýmiss konar skemmtun beið gesta í veislunni, þar á meðal selfie myndataka í runnanum og fimm mínútna portrait teikning af gestunum sem var í öruggum höndum listamannsins Elínar Elísabetu. Boðið var upp á vínsmökkun og leiðsögn um hótelið milli þess að gestir fengu að njóta sín í fallegu umhverfi og skemmtilegu fólki.  Að lokum voru allir gestir leystir út með lítilli pottaplöntu frá Miðgarði.

 

Nýjasta nýtt – CenterHotel Miðgarður

Birt þann Flokkar CenterHotels, Hotel, Hótel, ReykjavíkEfnisorð , ,

Á dögunum opnaði nýjasta hótel CenterHotels; CenterHotel Miðgarður í nýrri og skemmtilegri mynd. 

Hótelið sem staðsett er á horni Rauðarárstígs og Laugavegs opnaði fyrir tveimur árum síðar og voru þá 43 herbergi á hótelinu.  Með tilkomu viðbyggingarinnar sem opnaði nýlega samanstendur hótelið nú af 170 glæsilegum herbergjum, morgunverðarsal, opnu og rúmgóðu móttökusvæði, bar og einstaklega skemmtilegum og vel hönnuðum fundarsölum. Hótelbyggingin er þannig hönnuð að í miðju hennar er afgirtur garður sem útgengt er út í frá móttökusvæðinu og frá veitingastaðnum Jörgensen Kitchen & Bar sem einnig er staðsettur er á hótelinu.  

Veitingastaðurinn er rúmgóður en um leið hlýlegur og býður upp á spennandi rétti í hádeginu og á kvöldin.  Á barnum er að finna úrval kokteila og Happy hour er alla daga vikunnar frá 16:00 til 18:00. Jörgensen býður upp á spennandi hópmatseðil og er vel í stakk búinn til að taka á móti stórum sem smáum hópum í mat.  

Með viðbyggingunni á Miðgarði bættist einnig við heilsulind þar sem finna má glæsilega líkamsræktaraðstöðu, saunu og heita potta bæði innandyra sem og utandyra.  Boðið verður upp á ýmiss konar nudd og snyrtimeðferðir í heilsulindinni sem aðgengileg verður bæði gestum hótelsins sem og öðrum áhugasömum gestum.

Hönnuðum hótelsins, Gláma Kím tókst einstaklega vel til við hönnun hótelsins en lagt var upp með að hönnunin væru klassísk, falleg, tímalaus og að sjálfsögðu að hún myndi passa vel inn í umhverfið og fegra það um leið.  Lögð var áhersla á hótelið myndir vera opið og aðgengilegt með skemmtilegum rýmum sem gestir myndu njóta þess að dvelja á bæði utandyra sem og innandyra.  Gróður spilar stóran þátt í hönnuninni og setur mjúka línu inn á hótelið en grænar plöntur af ýmsum stærðum og gerðum eru vel sýnilegar um allt hótelið.

Vertu velkomin á CenterHotel Miðgarð.