HM stemning hjá CenterHotels

Birt þann Flokkar Iceland, SportsEfnisorð , ,

Draumurinn er við það að rætast – draumurinn sem við höfum ekki þorað að vona í gegnum árin rætist núna þegar íslenska karlalandsliðið mætir til leiks á HM í fyrsta sinn. Við erum spennt og tilbúin til að hvetja strákana okkar áfram og stefnum á að njóta þess til hins ýtrasta í leiðinni. Þess vegna ætlum við að sýna alla leiki HM á bæði CenterHotel Plaza og CenterHotel Miðgarði í skemmtilegri stemningu með úrvali af spennandi veitingum á tilboði. Hápunkturinn verður að sjálfsögðu þegar íslenska landsliðið stígur á stokk og mætir Argentínu þann 16.júní – Nígeríu þann 22.júní og Króatíu þann 26.júní.

Á Plaza verða allir leikirnir sýndir á stórum skjám og hægt verður að njóta þess að horfa á þá í þægilegum sætum í skemmtilegri stemningu. Happy hour verður í boði á meðan á leikjunum stendur ásamt sértilboði á Tapas réttum og nachos.  Sjá nánari upplýsingar hér

Á Miðgarði verða leikirnir sýndir allir með tölu. Happy hour verður á barnum og 20% afsláttur af barsnakkinu. Meiri upplýsingar hér

Vertu með í HM gleðinni á CenterHotels.

Áfram Ísland!

CenterHotels fá afhenta jafnlaunavottun

Birt þann Flokkar CenterHotels, IcelandEfnisorð , ,

Við hjá CenterHotels erum afar stolt að því að hafa fengið jafnlaunavottun BSI.  Með vottuninni fáum við það staðfest að hjá CenterHotels ríkir launajafnrétti og að tryggt sé að sömu laun eru greidd fyrir sömu eða sambærileg störf óháð kyni.

Jafnlaunastefna CenterHotels er hluti af starfsmannastefnu fyrirtækisins en markmið með innleiðingu hennar er að tryggja að allir starfsmenn búi við sömu tækifæri og að störf þeirra allra séu metin á eigin forsendum, óháð kyni.   Við höfum lagt mikla áherslu á að skapa uppbyggilegt og gott vinnuumhverfi  hjá CenterHotels og hluti af því er að bjóða upp á mikið úrval af námskeiðum, vinnustofum og kynningum ásamt almennri fræðslu fyrir starfsmenn til að tryggja að allir starfsmenn okkar fá jöfn tækifæri til að vaxa og dafna í starfi.

“Að mínu mati ætti að vera sjálfsagt að það séu greidd sömu laun fyrir sömu vinnu.  En nú höfum fengið það staðfest hjá BSI British Standard Institution að við greiðum sömu laun hvort heldur eru kvenmenn eða karlmenn sem vinna verkið.  Vonandi minnkar þýðing þess ekki nú þegar búið er að lögfesta jafnlaunavottunina“ segir Svanfríður Jónsdóttir eigandi CenterHotels.

CenterHotels er fyrsta hótelkeðjan á Íslandi til að hljóta jafnlaunavottun en hjá CenterHotels starfa 267 manns á sex hótelum sem öll eru staðsett í miðborg Reykjavíkur.  Stöðugildin eru um 200 talsins.

Bleikur október

Birt þann Flokkar CenterHotels, Iceland, Reykjavík, ViðburðirEfnisorð , , ,

Bleikur október

Októbermánuður hefur verið tileinkaður því að vekja athygli á krabbameini hjá konum og bleiki dagurinn í ár verður haldinn hátíðlegur föstudaginn 13. október.

Til að halda uppá daginn munu meðal annars nokkrar byggingar í Reykjavík eins og Hallgrímskirkja, Háskóli Íslands og Harpa vera baðaðar bleiku ljósi.  Ása Gunnlaugsdóttir gullsmiður og hönnuður hannaði Bleiku slaufuna í ár og mun söfnunarfé bleiku slaufurnar renna til Ráðgjafarþjónustu félagsins með það að markmiði að efla stuðning, fræðslu og ráðgjöf til einstaklinga um allt land sem greinast með krabbamein og aðstandenda þeirra.

Við hjá CenterHotels erum stolt af því að styðja átakið Bleika slaufan og hlökkum til að taka þátt í bleikum október. Við vonum að sem flestir taki þátt með okkur.

The Pink Drink

Í októbermánuði munum við bjóða uppá Bleikan kokteil þar sem hluti ágóðans rennur til Bleiku slaufunnar. The Pink Drink er til sölu á SKÝ Restaurant & Bar, Ísafold Restaurant, Jörgensen Kitchen & Bar og CenterHotel Plaza. The Pink Drink fæst bæði áfengur og óáfengur.

Bleikt Jóga og spa

Centertainment býður upp á  Bleikt jóga 12. október á CenterHotel Miðgarði.

Þórey Viðars mun leiða mjúkan hatha jóga tíma með áherslu á öndunaræfingar, einfaldar stöður, teygjur og endar með góðri slökun.  Eftir jógatímann er hægt að nýta sér spa aðstöðu CenterHotel Miðgarðs og jafnvel pantað einn bleikan drykk í pottinn.

Tíminn er frá 18:00-19:00 og kostnaður er 2.000 kr. en frjáls framlög eru vel þegin. Allur ágóði rennur til Bleiku slaufunnar og auðvitað eru allir hvattir til að klæðast bleiku.

Skráning fer fram hér og verður að skrá sig fyrir hádegi 11. október.

Bleikur Leikur

Í tilefni af Bleikum október býður CenterHotels til Facebook leiks þar sem 6 heppnir þáttakendur vinna dekurkvöld á Ísafold SPA í október. Innifalið í vinningnum er aðgangur í Ísafold SPA auk þess sem hver og einn vinur fær einn bleikann kokteil borinn fram í heita pottinn.  Leikurinn verður auglýstur á Facebook síðu Ísafold Restaurant þar sem þáttakendur geta merkt allt að fimm vini sína og verður svo einn heppinn vinahópur dreginn út á Bleika deginum 13. október.

Hlökkum til að sjá sem flesta á bleikum október.

Opnunarteiti – CenterHotel Miðgarður

Birt þann Flokkar Hótel, Iceland, ViðburðirEfnisorð , , , ,

Á dögunum opnaði CenterHotel Miðgarður í nýrri og enn skemmtilegri mynd og var því ákveðið að fagna því með veislu.

Þar sem þema hótelsins snýr að grænu, gróðri og góðum stundum var ákveðið að leyfa því að njóta sín í opnunarteitinu.  Slegið var því á létta strengi undir ljúfum og sumarlegum salsa tónum sem var í höndum tríós Óskars Guðjónssonar saxafónleikara.  Veitingarnar sem boðið var upp á komu frá veitingastað hótelsins; Jörgensen Kitchen & Bar og voru í formi ljúffengra smáborgara, kjúklingaspjóta og annara girnilegra veitinga. Jörgensen er rómað fyrir einstakt úrval af kokteilum og bauðst gestum því að smakka á úrvali kokteila sem Jörgensen býður upp á að jafnaði. 

Ýmiss konar skemmtun beið gesta í veislunni, þar á meðal selfie myndataka í runnanum og fimm mínútna portrait teikning af gestunum sem var í öruggum höndum listamannsins Elínar Elísabetu. Boðið var upp á vínsmökkun og leiðsögn um hótelið milli þess að gestir fengu að njóta sín í fallegu umhverfi og skemmtilegu fólki.  Að lokum voru allir gestir leystir út með lítilli pottaplöntu frá Miðgarði.

 

Allt fyrir ástina á CenterHotels

Birt þann Flokkar IcelandEfnisorð

Það verður margt um að vera á veitingastöðunum okkar á Valentínusardaginn og rómantíkin svo sannarlega allsráðandi.

Matreiðslumennirnir á Ísafold Restaurant hafa sett saman dýrindis 5 rétta sælkeraseðil sem verður í boði á þessum rómantískasta degi ársins og því tilvalið að njóta í einstaklega fallegu umhverfi á veitingastaðnum Ísafold.

Á SKÝ Restaurant & Bar hafa matreiðslumennirnir sett saman ljúffengan þrírétta seðil.  Þar verður því að finna ljúffenga rétti, notalegt andrúmsloft og stórkostlegt útsýni yfir Faxaflóann og miðborgina.

Ástin mun einnig blómstra á Jörgensen Kitchen & Bar en þar ætlum við að bjóða fyrstu 14 borðunum sem bókuð verða í mat á Jörgensen á Valentínusardaginn upp á lakkrís créme brulée í eftirrétt í boði Jörgensen.

Þannig að það verður svo sannarlega allt fyrir ástina og rómantíkina á veitingastöðum CenterHotels á Valentínusardaginn.

Verið velkomin!

Jólasveinar hjá CenterHotels

Birt þann Flokkar IcelandEfnisorð

Það má með sanni segja að það er kósý í miðborginni þessa dagana með tilkomu jólaljósanna, jólaskreytinganna og skautasvellsins á Ingólfstorgi og hvað þá núna þegar snjórinn er loksins farinn að kíkja í heimsókn í höfuðborginni – það setur klárlega punktinn yfir i-ið eins og maður segir.

En sem sagt – það er mikil gleði í miðborginni og hún iðar af lífi.

Það sama er líka að segja um hótelin okkar þar sem þar er margt um manninn – ekki bara fullt hús af glöðum gestum heldur hefur líka sést til einkennilegra manna – heldur til rytjulegra með grátt hár og prakkaralegan svip.  Jú, þú gast rétt til, það eru jólasveinarnir sem hafa verið að kíkja í heimsókn til okkar.  Gestirnir okkar eru augljóslega allir einstaklega stilltir og prúðir því þeir hafa verið að fá litlar gjafir frá jólasveinunum á nóttunni sem bíða þeirra á hurðahúninum á morgnana.

Ansi góð byrjun á degi það.

 

 

Hátíðarmatseðill á Jörgensen Kitchen & Bar

Birt þann Flokkar IcelandEfnisorð

Veitingastaðurinn okkar Jörgensen Kitchen & Bar er í sannkölluðu hátíðarskapi þessa dagana og býður upp á spennandi valkosti á sérvalda hátíðarmatseðlinum sem kokkarnir á Jörgensen hafa sett saman af einskærri alúð.

Í boði er gómsætt smakk af gæsalifrakæfu í forrétt, lambaskanka með karameliseruðum smákartöflum í aðalrétt og möndluhrísgrjónum í eftirrétt.

Og svona þar sem kokkarnir okkar voru í eðal hátíðarstemningu þá settu þeir saman einstaklega góðan Vegan hátíðarmatseðil sem samanstendur af síldartófú í forrétt, chutney ávöxtum og byggi í aðalrétt ásamt súkkulaðiköku í eftirrétt.

Jörgensen hugsar fyrir öllu þessi elska og býður alla til sín í hátíðlegu stemninguna núna í desember.

Sjá nánari upplýsingar um hátíðarmatseðilinn hér