Centertainment

Centertainment

Það kennir ýmissa grasa hjá okkur á CenterHotels í vetur. Við bjóðum gestum og gangandi upp á röð viðburða sem við köllum Centertainment. Viðburðirnir verða jafn ólíkir og þeir verða margir; jóga, pub quiz, kokteilakvöld, dans og lifandi tónlist, svo fátt eitt sé nefnt.  Fylgist með og verið ævinlega velkomin!

 

14. desember  | Spennandi vínkynning á Jörgensen Kitchen & Bar

Sérlegur sérfræðingur í víni mun kíkja í heimsókn til okkar á Jörgensen Kitchen & Bar þann 14.desember næstkomandi og mun deila visku sinni um vínheiminn ásamt því að bjóða upp á smakk á fjórum mismunandi víntegundum.

Vínkynningin mun eiga sér stað kl. 19:00 þann 14.desember og er tilvalin viðbót inn í notalegt kvöld fyrir pör eða hóp af vinum svona svona rétt fyrir jólahátíðina.

Verð á þátttöku í vínkynningunni er 3.900 kr. á mann.

Nánari upplýsingar um vínkynninguna eða til að bóka sæti er að finna hjá okkur á reservations@centerhotels.com eða í síma 595 8582.

 


Margt og mikið á fyrri Centertainment viðburðum

Það er búið að vera mikið um að vera undafarið á Centertainment hjá okkur.  5 mínútna portrait af gestunum okkar og bleikt jóga í tilefni af Bleikum október svo fátt eitt sé nefnt…