FAQ – íslenska

Algengar spurningar sem við vonum að við getum svarað hér

Hvernig hljóma afbókunarskilmálar CenterHotels?

plus minus

Þú finnur allar upplýsingar um afbókuarskilmálana okkar hér. PDF Niðurhal
Hvernig hljóma notkunarskilmálar CenterHotels.is síðunnar?

plus minus

Þú finnur allar upplýsingar um notkunarskilmála síðunnar okkar hér. Notkunarskilmálar
Hvenær get ég innritað mig og hvenær þarf ég að skrá mig út?

plus minus

Innritun á öll okkar hótel hefst kl. 14:00 og útritun er kl. 12:00 (á hádegi)
Er möguleiki á að innritar sig fyrr en auglýstur innritunartími?

plus minus

Ef við búum svo vel að því að eiga laust herbergi fyrir þá þá getum við boðið þér að innrita þig inn fyrr. Innritun fyrir kl. 14:00 kostar 25 evrur aukalega.
Get ég fengið að dvelja lengur á hótelinu en auglýstur útritunartími?

plus minus

Þú getur útritað þig seinna en kl. 12:00 en við þurfum að rukka laufléttar 25 evrur aukalega fyrir það.
Er hægt að fá uppfærslu upp í betra herbergi?

plus minus

Við búum svo vel að því að hafa gott úrval af herbergjatýpum og getum boðið upp á uppfærslu svo lengi sem við eigum laus herbergi. Sjá nánari upplýsingar um það í hvers konar herbergi þú getur fært þig upp í á síðum hvers hótels fyrir sig. Uppfærsla kostar aukalega frá 25 evrur á nóttu.
Hver er munurinn á herbergjatýpunum sem er í boði?

plus minus

Herbergjatýpurnar eru mismunandi eftir því á hvaða hóteli þú dvelur. Hægt er að fá nánari upplýsingar um hvert og eitt herbergi á hótelunum á síðum hvers hótels fyrir sig.
Er hægt að panta morgunverð eða hádegisverð til að taka með?

plus minus

Já, Grab & Go matarpakkinn okkar er tilvalinn til að taka með. Við útbúum slíkan matarpakka með glöðu geði. Innifalið í matarpakkanum er val um kaffi eða te í íláti sem hægt er að taka meðsamloka, safi, jógúrt og ávöxtur. Matarpakkinn er á 1800 kr. á mann.
Ég er með mikinn farangur – gæti ég fengið aðstoða með að bera farangurinn inn á herbergið mitt?

plus minus

Við getum aðstoðað þig með að bera farangurinn inn á herbergið fyrir 15 evrur á herbergi. Við getum einnig borið farangurinn inn á herbergið fyrir hópa sem eru með 10 herbergi eða fleiri fyrir 10 evrur á herbergi. Töskuburðurinn sem við bjóðum upp á innifelur töskuburð frá móttöku inn á herbergi á komudag og úr herbergi í móttöku á brottfarardag.
Gæti ég óskað eftir því að fá aukarúm sent inn á herbergið mitt?

plus minus

Hægt er að fá aukarúm sent inn á herbergið svo lengi sem að hægt er að bæta rúmi fyrir inn á herberginu og svo lengi sem við eigum laust aukarúm. Hægt er að sjá hvort aukarúm komist fyrir inn á herberginu þínu á síðu hvers hótels fyrir sig. Aukarúm kostar 50 evrur á nóttu. Nauðsynlegt er að bóka aukarúm fyrir komudag.
Er hægt að fá barnarúm sent inn á herbergið mitt?

plus minus

Hægt er að fá barnarúm inn á herbergið fyrir 10 evrur á nóttu. Bóka þarf barnarúm fyrir komu.
Bjóðið þið upp á aukaþjónustu fyrir sérstök tilefni?

plus minus

Við erum alltaf til í að aðstoða með að gera sérstöku tilefnin enn sérstakari og skemmtilegri. Við bjóðum upp á ýmiss konar pakka sem þú finnur hér.
Er morgunverður innifalinn og hvenær er hann borinn fram?

plus minus

Morgunverðarhlaðborð er innifalið á öllum hótelunum okkar og er borið fram milli 7:00 og 10:00.
Er hægt að fá snemmbúinn morgunverð?

plus minus

Hægt er að fá snemmbúinn morgunverð ef þú þarf að fara snemma af stað. Morgunverðurinn er borinn fram milli 4:00 og 7: og inniheldur croissand, kaffi eða te. Nauðsynlegt er að bóka snemmbúna morgunverðinn með dags fyrirvara.
Eru bílastæði hjá hótelunum?

plus minus

Öll hótelin okkar eru staðsett í miðborg Reykjavíkur og eru því í nálægð við nokkur almennings bílastæðahús. Það eru nokkur bílastæði við CenterHotel Arnarhvol og CenterHotel Miðgarð en ekki er hægt að panta þau eða taka þau frá.
Er hægt að bóka flugvallarakstur, dagsferðir eða bílaleigubíla á hótelunum?

plus minus

Við erum boðin og búin til að aðstoða við bókun á ýmiss konar afþreyingu hvort sem um er að ræða dagsferðir, bílaleigubíla eða akstur á flugvöllinn á We do not offer airport transfer to and from the airport but we can assist in booking transfer through a third party. The airport transfer needs to be pre booked the day before departure.