Miðgarður fundir

Fundir á CenterHotel Miðgarði

Á CenterHotel Miðgarði eru nýir og einstaklega skemmtilegir fundarsalir.  Salirnir eru allir bjartir og viðkunnalegir, útbúnir fyrsta flokks tækjum fyrir fundarhöld.  Hljóðeinangrunin er mjög góð ásamt lýsingu og hljóði.  Salirnir eru allir útbúnir litríkum og nútímalegum húsgögnum sem gerir salina sérstaklega aðlaðandi.

Hægt er að fá ýmiss konar veitingar með sölunum.  Þeir eru staðsettir í nálægð við veitingastaðinn Jörgensen Kitchen & Bar sem sér um að það væsi ekki um fundargesti hvort sem um morgun-, hádegis eða heilsdagsfundi sé að ræða.

Nánari upplýsingar um fundarsalina er að finna hjá okkur í síma 595 8589 eða á fundir@centerhotels.is

FUNDARSALIR:

Í boði eru þrír salir sem hægt er að stilla upp á marga vegu, allt eftir eðli fundarins.

ÁSGARÐUR

Fundarsalurinn Ásgarður er glæsilegur salur staðsettur á góðum stað í miðborginni.  Hann er 70 m² að stærð, tilvalinn fyrir allt að 75 fundargesti þegar salnum er stillt upp fyrir móttöku. Hægt er að stilla honum upp á marga vegu ásamt því að skipta honum niður í minni einingar.  Salurinn er útbúinn allra nýjustu tækni til fundarhalda og er sérstaklega vel hljóðeinangraður.  Í honum eru litrík og nútímaleg húsgögn.
Nánar um Ásgarð

ÁS

Salurinn Ás er bjartur salur staðsettur á jarðhæð og býr því að góðu aðgengi.  Salurinn er 40m² að stærð og hægt er að stilla honum upp á marga vegu.  Hann rúmar allt að 50 fundargesti þegar salnum er stillt upp fyrir móttöku.  Í salnum er skjávarpi og  allur nauðsynlegur tækjabúnaður til fundarhalda.
Nánar um Ás

 GARÐUR

Garður er fallegur fundarsalur staðsettur á CenterHotel Miðgarði.  Salurinn er 30m² að stærð og rúmar allt að 30 manns í uppsetningu fyrir móttökur.  Í salnum er 75 tommu sjónvarpsskjár og allur nauðsynlegur tækjabúnaður til fundarhalda.
Nánar um Garð