Plaza fundir

Fundir á CenterHotel Plaza

Á CenterHotel Plaza eru margir góðir kostir fyrir fundarhöld.  Í boði er úrval af sölum sem tilvaldir eru fyrir ráðstefnur og fundi.  Salirnir á Plaza eru bjartir og aðgengilegir á fyrstu hæð hótelsins.  Hægt er að stilla sölunum upp á marga vegu og allur nauðsynlegur tækjabúnaður til fundarhalda er til staðar.

Úrval af veitingum eru í boði með fundarsölunum á Plaza – nýbakað bakkelsi, hádegisverður og smáréttir.  Veitingarnar koma frá veitingastaðnum Ísafold Restaurant.

Nánari upplýsingar um fundarsalina á Plaza er að finna hjá okkur í síma 595 8589 eða á fundir@centerhotels.is

FUNDARSALIR:

Í boði eru 5 salir salir sem hægt er að stilla upp á marga vegu, allt eftir hvernig fundaraðstöðu óskað er eftir.

ELDFELL

Fundarsalurinn Eldfell er stærsti salurinn sem er í boði á Plaza.  Eldfell er staðsettur á jarðhæð og býður því upp á gott aðgengi fyrir fundargesti.  Salurinn er 150 m² að stærð og tekur allt að 200 gesti þegar salnum er stillt upp fyrir móttöku.  Salurinn er útbúinn allra nýjust tækni til fundarhalda með skjávarpa og þrjú sýningartjöld sem hægt er að samtengja.  Útgengt er út í afgirt útisvæði frá salnum sem gestir geta nýtt sér.
Nánar um Eldfell

EYJAFJALLAJÖKULL

Fundarsalurinn Eyjafjallajökull er  100 m² að stærð.  Hægt er að stilla salnum upp á marga vegu allt eftir eðli fundarins.  Salurinn tekur með góðu móti um 80 manns þegar salurinn er settur upp fyrir móttökur.  Eyjafjallajökull er bjartur salur með stórum gluggum og aðgengi út í afgirtan garð sem hægt er að nýta með fundarsalnum.  Allur nauðsynlegur tækjabúnaður er til staðar í salnum.
Nánar um Eyjafjallajökul

 HEKLA – KATLA – ASKJA

Fundarsalirnir Hekla, Katla og Askja eru góðir fundarsalir staðsettir á jarðhæð CenterHotel Plaza.  Salirnir þríri eru allir jafn stórir eða 50m² að stærð og geta tekið á móti allt að 65 gestum þegar sölunum er stillt upp fyrir móttökur.  Gott hljóðkerfi er í sölunum sem búa yfir öllum tækjabúnaði sem nauðsynlegur er fyrir fundarhöld.
Nánar um Heklu, Kötlu & Öskju