Fundir

Salir í hjarta borgarinnar

CenterHotels býður upp á úrval sala sem henta fyrir ýmiss konar tilefni.

Á CenterHotel Plaza er að finna margar gerðir sala sem tilvaldir eru fyrir veislur, fundi eða minni ráðstefnur.  Salirnir eru bjartir, rúmgóðir og útbúnir allra nýjustu tækni. Hægt er að stilla sölunum upp á marga vegu, allt eftir hentugleika.  Ýmiss konar veitingar eru í boði með sölunum í formi nýbakaðs bakkelsis, hádegisverðar og smáréttahlaðborðs.  Veitingarnar eru í höndum veitingastaðarins Jörgensen Kitchen & Bar.

Fundarsalurinn á CenterHotel Þingholti er skemmtilega hannaður og er tilvalinn fyrir minni fundi og námskeiðahöld. Salurinn tekur 14 manns í sæti við eitt stórt borð. Hann er útbúinn nýjustu tækni til fundarhalda og er staðsettur við hlið veitingastaðarins Ísafold Restaurant sem sér um veitingar fyrir fundarsalinn.

CenterHotel Miðgarður býður upp á bjarta og nútímalega sali með létt og litrík húsgögn.  Sölunum er hægt að stilla upp á marga vegu, innihalda fyrsta flokks tækjabúnað, góða lýsingu og hljóðeinangrun.  Salirnir eru í nálægð við veitingastaðinn Jörgensen Kitchen & Bar sem sér um að reiða fram einstaklega gott úrval veitinga – allt eftir óskum fundargesta.

 

Nánari upplýsingar um fundarsalina er að finna hjá okkur í síma 595 8589 eða á fundir@centerhotels.is

fundar- og veislusalir

meeting-room-hekla1

meeting-room-askja1
meeting-room-eyejak1

meeting-room-rhinukagigur1
meeting-room-isafold
meeting-room-asgardur