Laugavegur

Um Laugaveg

CenterHotel Laugavegur er nýjasti meðlimur CenterHotels fjölskyldunnar.  Hótelið er staðsett ofarlega á Laugavegi og er því í göngufæri frá öllu því helsta sem miðborgin býður upp á. Á hótelinu eru 102 herbergi sem innréttuð eru á einstaklega fallegan máta og á jarðhæðinni er skemmtilegt lounge þar sem notalegt er að slappa af og njóta þess að horfa á iðandi borgarlífið á Laugaveg og Snorrabraut.  Á hótelinu er að finna veitingastaðinn Lóa Bar & Bistro og Stökk Grab & Go sem bjóða upp á gott úrval af spennandi réttum til að njóta á staðnum eða til að taka með. 

Superior Double/Twin

Superior Double/twin herbergin eru rúmgóð og fallega innréttuð með stórum gluggum sem gerir herbergin einstaklega björt og skemmtileg.  Sum herbergin eru með glugga sem ná frá gólfi upp í loft og bjóða upp á útsýni yfir Laugaveg eða Snorrabraut.  Í herbergjunum eru tvö rúm sem hægt er að hafa aðskilin eða setja saman í eitt king size rúm. Herbergin eru að meðaltali 21,4 m² að stærð.

Aðbúnaður

 • Míníbar
 • Sími
 • Flatskjár
 • Frítt þráðlaust net
 • Öryggishólf
 • Baðkar
 • Hárþurrka

Hægt er að óska eftir eftirfarandi við bókun:

 • Auka rúm
 • Rimlarúm

Standard Double/Twin

Standard double/twin herbergin samanstanda af tveimur einbreiðum rúmum sem hægt er að hafa aðskilin eða setja saman þannig að þau mynda eitt king size rúm. Herbergin eru að meðaltali 18,5 m² að stærð og þau eru ýmist með sturtu eða baðkari. Á herbergjunum eru stórir gluggar sem gera þau einstaklega falleg og vinaleg.  Sum standard double/twin herbergin eru með útsýni yfir Laugaveg og Snorrabraut.

Aðbúnaður:

 • Míníbar
 • Sími
 • Flatskjár
 • Frítt þráðlaust net
 • Öryggishólf
 • Sturta eða baðkar
 • Hárþurrka

Hægt er að óska eftir eftirfarandi við bókun:

 • Rimlarúm
 • Baðkar

Small Double

Small double herbergin eru lítil en einstaklega fallega hönnuð herbergi í björtum litum.  Í herbergjunum er eitt queen size rúm.  Herbergin eru að meðaltali 12,5 m² að stærð.

Aðbúnaður

 • Míníbar
 • Sími
 • Flatskjár
 • Frítt þráðlaust net
 • Öryggishólf
 • Sturta
 • Hárþurrka
 • Móttakan er opin allan sólarhringinn.
 • Starfsmenn tala mörg tungumál.
 • Morgunverðahlaðborð í boði frá 07:00 to 10:00.
 • Aðstoð við bókun á dagsferðum og annarri afþreyingu.
 • Lóa Bar & Bistro.
 • Stökk Grab & Go.
 • Frítt þráðlaust net.
 • Lyfta.
 • Snemmbúinn morgunverður frá 04:00 til 07:00.
 • Norðuljósavakning.
 • Vakningarþjónusta.
 • Öryggisvarsla á munum bæði í afgreiðslu og inni á herbergjum.
 • Faxvél og ljósritun.
 • Þvottur og hreinsun fatnaðar.
 • Tekið við öllum helstu debet og kreditkortum.

 

LÓA Bar & Bistro

Veitingastaðurinn Lóa Bar & Bistro er staðsettur á jarðhæð hótelsins.  Á veitingastaðnum verður boðið upp á úrval af léttum réttum sem hægt er að njóta um leið og fylgst er með iðandi borgarlífinu á Laugaveginum og Snorrabrautinni. Veitingastaðurinn verður opinn frá 11:30 til miðnættis alla daga vikunnar.

Lesa meira

Stökk Grab & Go

Veitingastaðurinn Stökk mun bjóða upp á lauflétta rétti sem tilvalið verður að njóta á veitingastaðnum sjálfum eða til að taka með.  Á matseðlinum verður boðið upp á úrval af sælkera samlokum, súpum og öðrum spennandi réttum ásamt kaffi og söfum sem tilvalið verður að grípa með sér.

Lesa meira

Staðsetning

CenterHotel Laugavegur er staðsett ofarlega á Laugaveginum, á mótum Laugavegs og Snorrabrautar og er umhverfi hótelsins því líflegt og skemmtileg.  Hótelið er í næsta nágrenni við urmul af kaffihúsum, börum og helstu kennileitum miðborgarinnar.

CenterHotel Laugavegur

Laugavegi 95-99, 101 Reykjavík

laugavegur@centerhotels.com

Sími: +354 595 8570