Þingholt

Um Þingholt

CenterHotel Þingholt er hönnunar og boutiqe hótel í hæsta gæðaflokki. Á hótelinu er 52 fallega innréttuð herbergi, veitingastaðurinn Ísafold Restaurant, fundarsalur, SPA og líkamsræktaraðstaða. Þema innanhússhönnunar Þingholts endurspeglast af náttúru Íslands og er þemað sýnilegt allt um hótelið. Hótelið hefur margsinnis verið útnefnt sem boutique hótel ársins af World Travel Awards og kosið besta hótelið í Reykjavík af TripAdvisors Traveler’s Choice Awards. Ekkert herbergjanna á hótelinu er eins en öll hafa þau hárþurrku, sturtu, öryggishólf, flatskjá, mini-bar og frítt internet.

Tveggja manna herbergi

Í Standard double/twin herbergjunum er hægt að velja á milli þess að fá tvö aðskilin rúm eða eitt Queen size rúm. Herbergin eru að meðaltali 18,6 m² að stærð. Hægt er að fá herbergi með baðkari en óska þarf sérstaklega eftir því. Uppfærsla úr Standard double/twin herbergi í Superior double/twin room er möguleg fyrir 25 evrur á nóttu.

Aðbúnaður

 • Minibar
 • Sími
 • Flatskjár
 • Frítt þráðlaust internet
 • Öryggishólf
 • Sturta
 • Hárþurrka

Hægt er að óska eftir neðangreindum aðbúnaði við pöntun:

 • Baðkar

Deluxe tveggja manna herbergi

Deluxe double/twin herbergin eru að meðaltali 23 m² að stærð. Hægt er að velja á milli þess að fá tvö aðskilin rúm eða eitt King size rúm. Herbergin koma með annaðhovrt baðkari eða sófa. Möguleiki er að fá Deluxe herbergi með baðkari inni í herberginu. Hægt er að óska eftir auka rúmi fyrir 75 evrur og barnarúmi fyrir 10 evrur á nóttu. Uppfærlsa úr Deluxe herbergi í Junior suite er möguleg fyrir 75 evrur á nótt.

Aðbúnaður

 • Minibar
 • Sími
 • Flatskjár
 • Frítt þráðlaust internet
 • Öryggishólf
 • Sturta
 • Hárþurrka

Hægt er að óska eftir neðangreindum aðbúnaði við pöntun:

 • Aukarúm
 • Sófi
 • Rimlarúm
 • Baðkar

Junior svíta

Junior svíturnar er rúmgóðar og fallega innréttaðar. Þær eru að meðaltali 27,5 m² að stærð og hafa bæði baðkar og sófa. Val er um að fá King size rúm eða tvö aðskilin rúm. Hægt er að breyta sófanum í svefnsófa fyrir 75 evrur og að fá barnarúm sent inn á herbergi fyrir 10 evrur á nóttu. Innifalið í herberginu er aðgangur í Ísafold SPA og Gym. Uppfærsla úr Junior svítu í Loft svítu er möguleg fyrir 75 evrur á nóttu.

Aðbúnaður

 • Minibar
 • Sími
 • Flatskjár
 • Frítt þráðlaust internet
 • Öryggishólf
 • Sturta
 • Hárþurrka

Hægt er að óska eftir neðangreindum aðbúnaði við pöntun:

 • Baðkar
 • Sófi
 • Rimlarúm

Loft svíta

Loft svítan hentar þeim sem kjósa að dvelja á hóteli með stæl. Svítan er einstaklega falleg og hvergi er sparað í hönnun eða innanstokksmunum. Svítan breiðir úr sér á tvær hæðir með king size rúmi á einni hæð og hvítum leðursófa á annarri. Gluggarnir ná frá gólfi upp í loft. Svítan er að meðaltali 32,3 m² að stærð. Aðgangur að Ísafold SPA fylgir með loft svítunni á meðan á dvöl stendur. Hægt er að breyta sófanum í svefnsófa fyrir 75 evrur.

Aðbúnaður

 • Minibar
 • Sími
 • Flatskjár
 • Frítt þráðlaust internet
 • Öryggishólf
 • Sturta
 • Hárþurrka
 • Sófi

Hægt er að óska eftir neðangreindum aðbúnaði við pöntun:

 • Rimlarúm

Ísafold SPA

Ísafold SPA er staðsett á CenterHotel Þingholti. Hönnunin er einstaklega falleg og er þar að finna rúmgóðan heitan pott með regnfossi, saunu og líkamsræktaraðstöðu. Hægt er að bóka snyrtimeðferðir af ýmsu tagi í Ísafold SPA en bóka þarf meðferðirnar með 24 klst. fyrirvara. Aðgangur í Ísafold SPA er opinn öllum fyrir 4.500 kr. á mann. Gestir CenterHotels fá ótakmarkaðan aðgang í Ísafold SPA fyrir 3.500 kr. á mann á meðan á dvöl þeirra stendur.

Lesa meira

Ísafold Restaurant

Ísafold Restaurant er glæsilegur veitingastaður staðsettur á CenterHotel Þingholti. Á Ísafold er að finna dásamlegar veitingar,skemmtilega drykki og ljúft andrúmsloft. Lögð er áhersla á að bjóða gestum upp á spennandi matseld með gæða hráefni sem er það ferskasta sem finnst að hverju sinni. Reynt er í hvívetna að velja lífrænt ræktaðar vörur og er allt grænmetið og kjötið 100% íslenskt.

Lesa meira

Fundarsalur

Fundarsalurinn á CenterHotel Þingholti er skemmtilega hannaður og er tilvalinn fyrir minni fundi og námskeiðahöld. Allur nauðsynlegur tækjabúnaður til fundarhalda er til staðar í salnum. Salurinn tekur 14 manns í sæti við eitt stórt fundarborð. Fundarsalurinn er við hliðina á veitingastaðnum Ísafold Restaurant sem sér um veitingarnar fyrir fundarsalinn.

Lesa meira

 • Móttakan er opin allan sólarhringinn
 • Morgunverðarhlaðborð er innifalið frá 07:00 – 10:00
 • Ferðaleiðbeiningar og aðstoð á bókun dagsferða, bílaleigubíla og veitingastaða
 • Frítt internetsamband
 • Veitingastaðurinn: Ísafold Restaurant
 • Lounge & Bar
 • Fundaraðstaða
 • SPA
 • Líkamsræktaraðstaða
 • Lyfta
 • Snemmbúinn morgunverður frá 4:00 til 7:00. Bóka þarf með dagsfyrirvara
 • Norðurljósa vakning
 • Almennt bílastæðahús í nágrenninu
 • Vakningarþjónusta
 • Hraðbankar í nágrenninu
 • Faxvél og ljósritun
 • Þvottur og hreinsun fatnaðar
 • Öryggisgæsla á munum bæði í afgreiðslu og inni á herbergjum
 • Tekið við öllum helstu debet og kreditkortum
CenterHotel Þingholt hefur fengið viðurkenningu um ágæti frá Tripadvisor árlega síðan 2011.

Hönnun Þingholts

CenterHotel Þiingholt er hannað af Gullu Jónsdóttur arkitekt. Gulla er eigandi G+ Gulla Jónsdóttir design í Los Angeles og hefur hún unnið m.a við að hanna hótel í Bandaríkjunum eins og Crescent Hotel í Beverly Hills og Hollowood Roosevelt Hotel. Gólfenið á öllum herbergjunum er úr leðurflísum og í móttökunni eru laxaleðurflísar á veggjunum. Móttakan og barinn eru einstaklega aðlaðandi og hrífandi rými en þar má sjá hraunaðan vegg þakinn dökkum andlitsgrímum úr gleri sem túlka huldufólk á Íslandi og svo rennur lítill foss yfir vegginn.

Staðsetning

CenterHotel Þingholt er staðsett rétt við Laugaveg í líflegum hluta borgarinnar sem gerir hótelið afskaplega hentugt fyrir verslunarferðir og skoðunarferðir um miðbæinn.

CenterHotel Þingholt

Þingholtsstræti 3-5 101 Reykjavík

thingholt@centerhotels.com

Sími: 595 8530

„Perfect Location. Amazing breakfast buffet“

We stayed here for 7 days, 6 nights. It’s the perfect location and you are surrounded by so many restaurants and a 5 minute walk to the starting place for a lot of the tours. The modern décor is beautiful. The bed and pillows are so comfortable. The staff was extremely friendly and helpful with all of our questions. Our favorite part was the delicious breakfast buffet. Till this day, we talk about how yummy that breakfast was.

Read more… By:Raechel T

„Chic Hotel in a Great Location“

Loved the décor and service of this modern buy cozy hotel. The location is perfect, just a few steps away from the main street in town, and has everything you could possibly need in a hotel. The staff were friendly and super helpful to assist with our daily planning. We were even provided with a boxed breakfast for the road on our departure day, as we had to leave before the breakfast room was in full swing. The room was well appointed, comfortable and very clean.

Read more… By:Karen R

„Cool property. Great location.“

We stayed here after spending a week at a hunting lodge in Greenland and were very impressed with his cozy property. Nice, modern, clean rooms. Cool lobby area. Great breakfast buffet. Super convenient downtown location within walking distance of everything in downtown Reykjavik.

Read more… By:Eddie T