Ísafold spa

ÍSAFOLD SPA

Leyfðu þér að njóta og með sannkölluðu dekri í Ísafold SPA.  Við bjóðum gesti okkar velkomna með mjúkum baðsloppum og inniskóm ásamt einstaklega fallegu umhverfi og hlýlegu andrúmslofti.  Við bjóðum upp á úrval af nuddmeðferðum og getum tekið á móti hópum sem vilja njóta þess að eiga notalega stund saman.

Opið er í Ísafold SPA frá 6:00 til 22:00 alla daga vikunnar.  Aldurstakmark er 16 ár.

 

NUDD

Slökunarnudd

 

Leyfðu þér að njóta og virkilega að slaka vel á.  Markmið slökunarnuddsins er að mýkja vöðvana, losa um spennu og jafna flæði líkamans.

  • 25 min. 7.900 kr. / 55 min. 12.900 kr.

 

Klassískt nudd

 

Djúpt slökunarnudd.  Lögð er sérstök áhersla á þá hluta líkamans sem óskað er eftir að unnið sé á til að mýkja vöðva, örva blóðrásins og draga úr streitu.

  • 25 min. 8.900 kr. / 55 min. 12.900 kr.

 

Íþróttanudd

 

Dregur úr þreytu, bólgum og stífum vöðvum. Unnið er út frá þörfum hvers og eins, hægt er að óska eftir áherslu á staðbundin svæði.

  • 25 min. 8.900 kr. / 55 min. 12.900 kr.

 

Ilmolíunudd

 

Samblanda af djúpri slökun með nátturulegum ilmolíum sem veitir hámarks slökun bæði fyrir líkama og sál.

  • 55 min. 14.900 kr.

 

Hóptilboð

Er verið að skipuleggja skemmtun fyrir hópinn í miðborginni?  Því ekki að bæta smá dekri við kvöldið?  Við getum tekið á móti allt að 14 manns í Ísafold SPA í einu.  Hægt er að fá herðanudd í heita pottinn og við bjóðum upp á úrval frískandi drykkja sem bornir eru fram í Ísafold SPA sem sem tilvaldir eru til að skála með vinahópnum.

  • – 4 eða færri – 3.900 kr. á mann
  • – 5 eða fleiri – 3.500 kr. á mann
  • – Herðanudd í heitum potti fyrir 5 eða fleiri – 3.900 kr. á mann

 

Dekurpakki

Við elskum að dekra við gestina okkar með dýrindis mat, slökun og góðri stemningu.  Því höfum sett saman sannkallaðan dekurpakka.

​DEKURPAKKINN INNIHELDUR: Þriggja rétta kvöldverð að hætti kokksins á Ísafold Restaurant og aðgang að Ísafold Spa.

​Dekurpakkinn kostar aðeins 5.990 kr. á mann

​Tilvalið dekur fyrir þig og þína!

 

Meiri upplýsingar

Til þess að fá frekari upplýsingar eða til að bóka aðgang eða nudd í Isafold Spa er best að hafa samband við okkur á isafold@centerhotels.com eða í síma 595 8535.

Panta þarf nuddmeðferðir á Ísafold með 24 klst fyrirvara.   Afbóka þarf tíma í nuddmeðferðir með 24 klst fyrirvara.  Greiða þarf að fullu fyrir tímann ef afbókun berst ekki innan 24 klst.