Pakkar

Pakkar

Af hverju ekki að bæta smá við

Við bjóðum upp á úrval af pökkum sem tilvalið er að bæta við hótelgistinguna. Pakkarnir innihalda ýmiss konar upplifanir og þjónustu. Tilvalið auka dekur fyrir afmæli, brúðkaup eða aðra viðburði sem skemmtilegt er að halda upp á. 

Dekurpakki á Ísafold

Við elskum að dekra við gestina okkar með dýrindis mat, slökun og góðri stemningu.  Því höfum sett saman sannkallaðan dekurpakka sem inniheldur:

 • – Þriggja rétta kvöldverð að hætti kokksins á Ísafold Restaurant
 • – Aðgang að Ísafold SPA

 

Verð á mann aðeins 5.990 kr.  Hægt er að bóka pakkann á isafold@centerhotels.com eða í síma 595 8535.

Dekurpakki á Miðgarði

Dekurpakkinn á Miðgarði er tilvalinn fyrir vina eða vinkonuhópinn og inniheldur:

 • – Hádegisrétt að eigin vali á Jörgensen Kitchen & Bar
 • – Aðgang að Miðgarði SPA
 • – Freyðivínsglas eða gos

 

Verð á mann aðeins 4.990 kr.  Hægt er að bóka pakkann á midgardur@centerhotels.com eða
í síma 595 8560.

Rómantík í hjarta borgarinnar

Við elskum rómantík og óvænta upplifanir sem tengjast ástinni og getum því hjálpað til við að skipuleggja óvænta rómantík á meðan þið dveljið hjá okkur. Rómantíski pakkinn inniheldur:

 • – Freyðivíns, rauðvíns eða hvítvínsflaska
 • – Súkkulaði
 • – Rauðar rósir

 

Verð: 6.500 kr. aukalega við hótelbókunina og hægt er að bóka pakkann á bókunardeild eða í síma 595-8500

BRÚÐKAUP Í HJARTA BORGARINNAR

Brúðkaupsferðarpakkinn okkar inniheldur ýmsar nauðsynjar sem gera brúðkaupsferðina eins fullkomna og hún á að vera:

 • – Freyðivín, rauðvín eða hvítvín
 • – Súkkulaði
 • – Rauðar rósir
 • – Morgunmatur í rúmið – Bakki með morgunverði borinn inn á herbergi *
 • – Uppfært í superior eða deluxe herbergi **

Verð: 9.500 kr. aukalega við hótelbókunina og hægt er að bóka pakkann á bókunardeild eða í síma 595-8500

Frekari upplýsingar

Athugið að pakkarnir eru aukaþjónusta sem bætist ofan á hótelbókunina.
* Morgunmatur í rúmið; vinsamlegast takið fram fyrir komu hvenær óskað er eftir morgunverði inn á herbergið.
** Uppfærsla á herbergi er háð framboði.  Vinsamlegast hafið samband við bókunardeild til að athuga hvort að uppfærsla sé í boði.