Persónuverndarstefna

Persónuverndarstefna CenterHotels

Við hjá CenterHotels höfum persónuvernd að leiðarljósi í öllum þeim verkefnum sem að við sinnum. Því er mikilvægt að þú vitir hvernig við söfnum, notum og birtum upplýsingar. Persónuverndarstefnan lýsir verklagi okkar í öllu er snertir persónuvernd, meðal annars í gegnum þau kerfi sem að við notum, heimasíðu okkar, bókunarvélar, samfélagsmiðla og tölvupósta. Með því að veita okkur ákveðnar persónuupplýsingar, samþykkir þú skilmála og skilyrði þessarar stefnu um persónuvernd.

CenterHotels/ Miðbæjarhótel ehf. er íslenskt fyrirtæki, staðsett í Aðalstræti 6, 101 Reykjavík. Fyrirtækið og einingar þess eru staðsettar á Íslandi og eru gögn okkar varðveitt hjá þjónustuaðilum innan Evrópska efnahagssvæðisins. CenterHotels/ Miðbæjarhótel ehf. skuldbindur sig til að fylgja eftir nýju Persónuverndarlögunum.

 

ÞITT SAMÞYKKI

Vinsamlegast kynntu þér Persónuverndarstefnu CenterHotels fyrir notkun á heimasíðu okkar og netþjónustu. Með því að nota ofangreinda þjónustu samþykkir þú upplýsingagjöf, gagnasöfnun, og notkun á upplýsingum þínum, líkt og stefnan kveður á um. Til þess að geta veitt þér þjónustu er nauðsynlegt að samþykkja skilmála stefnunnar.

SKILGREININGAR

Nánari upplýsingar varðandi samninginn eru túlkaðar hér. Séu þær það ekki, eru þær skilgreindar nánar í reglugerð (EU) 2016/679 Evrópuþingsins og ráðsins frá 27. Apríl 2016 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga og niðurfellingu tilskipunar 95/46/EB (Almenna persónuverndarreglugerðin).

PERSÓNUAUPPLÝSINGAR

„Persónuupplýsingar“ eru sérhverjar persónugreindar eða persónugreinanlegar upplýsingar um hinn skráða, þ.e. upplýsingar sem beint eða óbeint má rekja til tiltekins einstaklings, samkvæmt skilgreiningum Persónuverndarlaga í REGLUGERÐ EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS (ESB) 2016/679 (GDPR).

STJÓRNANDI PERSÓNUUPPLÝSINGA

Gesturinn er ávallt talinn ábyrgðaraðili fyrir persónuupplýsingum sínum í tilgangi þjónustu og Persónuverndar. CenterHotels er ávallt vinnsluaðili þeirra upplýsinga. Muni CenterHotels meðhöndla persónuuplýsingar í eigin tilgangi, verður CenterHotels einnig gerður að ábyrgðaraðila fyrir persónuupplýsingunum. Ábyrgðaraðili og vinnsluaðili fá sömu skilgreiningu í þessari stefnu, líkt og í löggjöfinni um Persónuvernd.

Gesturinn er ávallt ábyrgur fyrir framfylgni laganna sem ábyrgðaraðili, þá sérstaklega þegar persónuuuplýsingar eru veittar til CenterHotels og þá ákvörðun um notkun á þeim persónuupplýsingu.

Þetta felur í sér að veita þarf allar nauðsynlegar upplýsingar og fá til þess öll nauðsynleg samþykki. Ef CenterHotels er gert að sameiginlegum ábyrgðaraðila fyrir persónuuplýsingunum, er fyrirtækið einnig ábyrgt fyrir framfylgni laganna og þeim skyldum sem fylgja ábyrgðaraðila í lögunum.

TILGANGUR

Til þess að geta brugðist við bókun eða beiðni þinni á þjónustu, sem og að geta veitt þér þjónustu, þurfum við að safna upplýsingum um þig er snúa að þeirri þjónustu, t.d. þegar bókað er í gegn um netið, tölvupóst eða í síma. Við gætum einnig safnað upplýsingum sem að þú veitir okkur í eigin persónu eða á annan hátt.

 

VIÐ GÆTUM SAFNAÐ EFTIRFARANDI GÖGNUM

PERSÓNUUPPLÝSINGAR UM ÞIGU

T.d. nafn, tölvupóstfang, símanúmer og heimilisfang. Við getum einnig safnað lýðfræðilegum upplýsingum eins og aldur, kyn og tungumál.

GREIÐSLUUPPLÝSINGAR

T.d. kortanúmer ef að þú bókar þjónustu okkar, hvort sem að það er á netinu, í gegn um síma, tölvupóst, í persónu og/eða á annan hátt.

UPPLÝSINGAR UM DVÖL ÞÍNA

Upplýsingar um hvar þú hefur dvalið, dagsetningar á komu þinni og brottför, þjónusta og varningur sem að var keypt, sérstakar óskir og fyrirspurnir.

ENDURGJÖF

Við munum halda utan um þá endurgjöf sem að þú gefur varðandi hótelin okkar og þjónustu.

ATVINNUUMSÓKNIR

Ef þú sækir um starf hjá okkur munum við halda þeim upplýsingum sem að þú gefur okkur.

UPPLÝSINGAR Í GEGNUM VAFRA Á HEIMASÍÐU

Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Sumar vafrakökur gegna lykilhlutverki fyrir ýmsar þjónustuleiðir en aðrar eru notaðar til að safna upplýsingum (tölfræðilegar upplýsingar) til að bæta bæði vefsíðuna og þjónustuna. Sumar vafrakökur eru tímabundnar og hverfa þegar þú lokar vafranum en aðrar haldast lengur á tölvunni. Við notum einnig staðbundnar vafrakökur sem eru tengdar staðbundnum markaðsherferðum og hverfa að herferð lokinni. Sumar vafrakökur eru nauðsynlegar til að vefsíðan virki en aðrar bæta notagildi og þjónustu. Ef þú afþakkar vafrakökur á vefsíðunni munu ýmsar aðgerðir og síður ekki virka eðlilega. Til dæmis getur þú ekki safnað vörum í innkaupakörfuna. Ef þú vilt fjarlægja allar vafrakökur á tölvunni þinni getur þú farið eftir leiðbeiningum í vafranum þínum undir „Help“.
Þú finnur nánari upplýsingar um vafrakökur og hvernig er hægt að hafa stjórn á þeim á www.aboutcookies.org eða undir „Help“ í vafranum þínum.

FERÐASKRIFSTOFUR

Ef þú bókar hjá okkur sem ferðaskrifstofa munum við safna ákveðnum upplýsingum um þig til að geta veitt þjónustuna.

DEILA UPPLÝSINGUM

Við gætum deilt upplýsingum um þig, á ábyrgan hátt, með vinnsluaðilum sem að veita þjónustu á vegum CenterHotels, t.d. vegna markaðsherferða.

EINSTAKLINGAR UNDIR 18 ÁRA ALDRI

Heimasíða okkar og netþjónusta, sem að varin af þessari Persónuverndarstefnu, er ætlað þeim sem eru 18 ára eða eldri. Við munum aldrei safna persónuuplýsingum vísvitandi um einstaklinga undir 18 ára aldri án samþykkis foreldris eða forráðamanns.

 

VIÐ NOTUM UPPLÝSINGARNAR ÞÍNAR

TIL ÞESS AÐ HAFA SAMSKIPTI VIÐ ÞIG

Við þurfum að nota upplýsingar þínar til þess að veita þér þá þjónustu sem að þú biður um og svara fyrirspurnum þínum, þörfum og spurningum. Við getum líka notað upplýsingar þínar til þess að senda þér upplýsingapósta fyrir og eftir dvöl, eða til þess að biðja þig um endurgjöf á dvöl þinni og þjónustu frá okkur.

TIL ÞESS AÐ PERSÓNUGERA ÞJÓNUSTU OKKAR

Til þess að aðlaga og bæta upplifun þína hjá okkur getum við notað upplýsingar þínar til þess að bæta hótelin okkar og þjónustu.

TIL ÞESS AÐ GREINA OG RANNSAKA

Við notum Google Analytics til þess að greina notkun á heimasíðu okkar og netþjónustu. Fyrir frekari upplýsingar um persónustefnu Google: http://www.google.com/privacypolicy.html. Við gætum einnig notað þínar upplýsingar til þess að tölfræðigreina notkun og þjónustu okkar, í rannsóknatilgangi eða öðrum viðskiptatilgangi.

TIL AÐ FYLJGA EFTIR LÖGUM

Við munum nota upplýsingarnar til þess að fylgja eftir lögum, þar og þegar þess er þörf, til þess að vernda okkur og aðra, sem og allar lagalegar beiðnir frá hinu opinbera yfirvaldi og lögreglu. Það gæti verið frá lögreglunni, dómstólum, Hagstofu Íslands og til þess að mæta kröfum um öryggi þjóðarinnar.

Þar sem lög leyfa, munum við nota upplýsingar þínar til þess að vernda fyrirtækið okkar, netþjónustu, gesti okkar og viðskiptavini. Við munum nota upplýsingar þínar til þess að framfylgja skilyrðum okkar.
Sjá nánari upplýsingar hér.

DEILA UPPLÝSINGUNUM ÞÍNUM

Við getum deilt upplýsingum þínum með:
• Þriðja aðila, t.d. vegna markaðssetningu.
• Innan CenterHotels teymisins. T.d. til þess að veita þér þjónustu sem að þú hefur beðið um, nema ef lög hindra það.
• Með samstarfsfélögum okkar, nema ef að lög hindra það.
• Með nýjum eigendum af hluta eða öllu fyrirtækinu, t.d. ef að fyrirtækið eða hluti þess er selt.
• Þar sem að lög leyfa eða kveða á um.

GAGNASAFN

Við höldum persónuupplýsingum eins lengi og þess er þörf og eins lengi og það er viðeigandi fyrir ofangreinda þætti Persónuverndarstefnunnar. Við höldum einnig upplýsingum sem lögin leyfa eða kveða á um.

VERNDA PERSÓNUUPPLÝSINGAR ÞÍNAR

Internetið er ekki hundrað prósent öruggt. CenterHotels mun taka þau skref sem nauðsynleg eru til þess að vernda persónuuplýsingar þínar sem að við höldum utan um og í því skyni mun CenterHotels nota almennar samþykktir og staðlaðar öryggisráðstafanir.Hins vegar getum við ekki fullyrt eða lofað að notkun þín á síðunum okkar sé fullkomnlega örugg. Deiling gagna á netinu til okkar er á þinni ábyrgð og hvetjum við þig til þess að sýna varkárni til þess að vernda persónuuplýsingar þínar.
Við tökum ábyrg skref til þess að takmarka innri aðgang að persónuuplýsingum til starfsmanna sem að þurfa á upplýsingunum að halda til að sinna starfi sínu. Óheimilaður aðgangur að slíkum upplýsingum að hálfu starfsmanna er stranglega bannaður og væri slíkt brot í starfi og yrði tekið á þeim málum samkvæmt vinnureglum CenterHotels. Allir starfsmenn CenterHotels eru bundnir þagnarskyldu.

Til þess að stöðva pósta frá markaðsdeild okkar, vinsamlegast fylgið skrefum í tölvupósti frá markaðsdeildinni sem að þú hefur fengið frá okkur.

VINSAMLEGAST HAFÐU SAMBAND EF ÞÚ HEFUR FREKARI SPURNINGAR

Ef að þú hefur spurningar varðandi tiltekin hótel og þær upplýsingar sem að þau hafa, spurningar varðandi Persónuverndarstefnu CenterHotels, eða ef að þú vilt laga, uppfæra, nálgast eða eyða gögnum sem að við höfum um þig, vinsamlegast hafðu samband við okkur í tölvupóstfanginu: privacy@centerhotels.com

Til að tryggja bæði þitt öryggi og okkar, gætum við þurft að fara fram á auðkenni áður en við mætum ósk þinni. Vinsamlegast hafðu í huga að það getur tekið upp að 4 vikum að fá svar við beiðninni.

Tekið í gildi þann 24.maí 2018.