SPA & líkamsrækt

Heilsulind á CenterHotels

Njóttu sannkallaðs dekurs hjá CenterHotels

Við bjóðum upp á úrval af kostum þegar kemur að dekri og vellíðan. Með úrvali af heitum pottum, saunu og nuddmeðferðum bjóðum við upp á sannkallað dekur fyrir líkama og sál.

Miðgarður SPA

Miðgarður SPA er ný og fallega innréttuð heilsulind þar sem finna má líkamsræktaraðstöðu, gufubað, búningsklefa og tvo rúmgóða heita potta sem staðsettir eru innandyra sem og utandyra í afgirtum garði.  Í Miðgarði spa eru tvö nuddherbergi þar sem boðið eru upp á úrval af slakandi nuddmeðferðum.  Hægt er að njóta frískandi drykkja í heilsulindinni.  Aðgangur að Miðgarði SPA er á 4.500 kr.

Meiri upplýsingar um Miðgarð SPA

Ísafold SPA

Ísafold SPA er ríkulega útbúið og einstaklega fallega innréttað.  Í Ísafold SPA er að finna gufubað, líkamsræktaraðstöðu og rúmgóðan heitan pott með regnfossi ásamt búningsherbergi og nuddherbergi.  Við bjóðum upp á úrval af nuddmeferðum allt frá herðanuddi ofan í heita pottinum upp í lúxus heilsunudd.  Boðið er upp á úrval af hressandi drykkjum í Ísafold SPA.  Aðgangur að heilsulindinni er á 4.500 kr.

Meiri upplýsingar um Ísafold SPA 

Arnarhvoll heilsulind

Heilsulindin á Arnarhvoli býður upp á einstaklega afslappandi andrúmsloft.  Þar er að finna heitan pott og gufubað.  Heilsulindin er eingöngu aðgengileg gestum sem dvelja á CenterHotel Arnarhvol og er aðgangur að heilsulindinni er á 3.000 kr.  Hægt er að fá herðanudd inni í heilsulindinni ef óskað er eftir því.  Nánari upplýsingar er að finna hjá okkur á lobbyarnarhvoll@centerhotels.com eða í síma +354 595 8540.