Störf

Atvinnutækifæri

Viltu bætast í hóp starfsmanna CenterHotels?

Á CenterHotels er lifandi starfsumhverfi þar sem finna má hóp af ólíkum einstaklingum sem við erum afskaplega stolt af. Við berum virðingu fyrir starfsfólkinu okkar og þeirri vinnu sem það sinnur og gerum okkar allra besta við að láta það vaxa og dafna í starfi. Við tryggjum að allir okkar starfsmenn fái jöfn tækifæri til að þroskast í starfi og bjóðum því upp á úrval námskeiða í CenterHotels skólanum sem ýtir undir og aðstoðar starfsfólk okkar til efla sig enn frekar og til að þróast í starfi.

Ef þú vilt nýta hæfileika þína og metnað í lifandi umhverfi hjá vaxandi fyrirtæki og ert að leita eftir starfsframa hjá fyrirtæki sem getur boðið þér fyrsta flokks þjálfun og þróun í starfi þá viljum við heyra frá þér.

Við bjóðum upp á störf í eftirfarandi deildum:

icon

Söludeild

icon

Fjármáladeild

icon

Móttaka

icon

Veitingastaðir

icon

Þernur

icon

Ráðstefnudeild

 

SKÝ Restaurant & Bar óskar eftir veitingastjóra til starfa

Viltu starfa á spennandi veitingastað í hjarta borgarinnar og hefur þú metnað til að veita afburða þjónustu?

Ef svo er, áttu heima hjá okkur. Við leitum að jákvæðum og metnaðarfullum veitingastjóra til starfa hjá okkur á SKÝ Restaurant & Bar.

 

Helstu verkefni starfsins:

 • Ráðningar og almenn starfsmannamál í samráði við forstöðumann veitingasviðs
 • Þjónusta gesti.
 • Umsjón með þjónustu, bókunum, sölu dagsins og uppgjöri
 • Umsjón með starfsmönnum

 

Hæfniskröfur:

 • Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði
 • Frumkvæði og öguð vinnubrögð
 • Jákvæðni og góð þjónustulund
 • Stundvísi
 • Góð samskiptafærni
 • Reynsla af sambærilegu starfi
 • Menntun sem nýtist í starfi er kostur

 

Um er að ræða fullt starf þar sem unnið er á vöktum frá 11:00-23:00 samkvæmt vaktarfyrirkomulagi.

 

Hægt er að sækja um starf veitingastjóra SKÝ Restaurant & Bar hér.  Umsóknarfrestur er til og með 21.janúar 2018.

 

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

 

SKÝ Restaurant & Bar er veitingastaður staðsettur á 8.hæð á CenterHotel Arnarhvoli. Á SKÝ bjóðum við upp á dýrindis veitingar, skemmtilega drykki, gott andrúmsloft og stórkostlegt útsýni sem gleður starfsfólk og gesti svo um munar.

 

SKÝ er hluti af CenterHotels hótelkeðjunni sem leggur áherslu á góða þjónustu og leitar að starfsfólki sem hefur ríka þjónustulund og metnað til að standa sig vel í starfi. Lögð er áhersla á að viðhalda góðum starfsanda og rík áhersla er á fræðslustarf og möguleika starfsmanna á vöxt í starfi.

 

Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.