Störf

Atvinnutækifæri

Viltu bætast í hóp starfsmanna CenterHotels?

Á CenterHotels er lifandi starfsumhverfi þar sem finna má hóp af ólíkum einstaklingum sem við erum afskaplega stolt af. Við berum virðingu fyrir starfsfólkinu okkar og þeirri vinnu sem það sinnur og gerum okkar allra besta við að láta það vaxa og dafna í starfi. Við tryggjum að allir okkar starfsmenn fái jöfn tækifæri til að þroskast í starfi og bjóðum því upp á úrval námskeiða í CenterHotels skólanum sem ýtir undir og aðstoðar starfsfólk okkar til efla sig enn frekar og til að þróast í starfi.

Ef þú vilt nýta hæfileika þína og metnað í lifandi umhverfi hjá vaxandi fyrirtæki og ert að leita eftir starfsframa hjá fyrirtæki sem getur boðið þér fyrsta flokks þjálfun og þróun í starfi þá viljum við heyra frá þér.

Við bjóðum upp á störf í eftirfarandi deildum:

icon

Söludeild

icon

Fjármáladeild

icon

Móttaka

icon

Veitingastaðir

icon

Þernur

icon

Ráðstefnudeild

 

Sölu- og bókunardeild

CenterHotels óskar eftir að ráða jákvæðan og duglegan starfsmann í hlutastarf í sölu- og bókunardeild.

 

Starfssvið:
– Yfirferðir á bókunum
– Yfirsýn yfir bókanir fyrirtækisins
– Ýmis bakvinnsla og frágangur
– Símsvörun og umsjón með einstaklingsbókunum
– Samskipti við endursöluaðila
– Vinna að því að ná markmiðum fyrirtækisins

 

Hæfniskröfur:
– Reynsla af sölu- og bókunarstörfum
– Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði
– Hæfni til að geta unnið sjálfstætt er skilyrði
– Frumkvæði og öguð vinnubrögð
– Jákvæðni og góð þjónustulund
– Góð samskiptafærni
– Góð tölvukunnátta og góð hæfni á Excel og önnur Office forrit er skilyrði.

 

 

Um 50 – 60% hlutastarf er að ræða.  Unnið er þrjá virka daga eina vikuna og tvo virka daga hina vikuna á 4. tíma vöktum frá kl. 16:00 til 20:00.  Þá er unnið aðra hverja helgi, bæði laugardag og sunnudag á 8 tíma vöktum og er vinnutíminn um helgar samkvæmt samkomulagi annað hvort á milli 8-16, 10-18 eða 12-20.  Starfið er hentar vel námsmönnum með skóla og möguleiki er á fullu starfi yfir sumartíma.

 

Umsóknir óskast sendar á jobs@centerhotels.com merkt „Söludeild“ fyrir 18.október.  Öllum umsóknum er svarað að loknu ráðningarferli.

 

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

 

Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.