Störf

Atvinnutækifæri

Viltu bætast í hóp starfsmanna CenterHotels?

Á CenterHotels er lifandi starfsumhverfi þar sem finna má hóp af ólíkum einstaklingum sem við erum afskaplega stolt af. Við berum virðingu fyrir starfsfólkinu okkar og þeirri vinnu sem það sinnur og gerum okkar allra besta við að láta það vaxa og dafna í starfi. Við tryggjum að allir okkar starfsmenn fái jöfn tækifæri til að þroskast í starfi og bjóðum því upp á úrval námskeiða í CenterHotels skólanum sem ýtir undir og aðstoðar starfsfólk okkar til efla sig enn frekar og til að þróast í starfi.

Ef þú vilt nýta hæfileika þína og metnað í lifandi umhverfi hjá vaxandi fyrirtæki og ert að leita eftir starfsframa hjá fyrirtæki sem getur boðið þér fyrsta flokks þjálfun og þróun í starfi þá viljum við heyra frá þér.

Við bjóðum upp á störf í eftirfarandi deildum:

icon

Söludeild

icon

Fjármáladeild

icon

Móttaka

icon

Veitingastaðir

icon

Þernur

icon

Ráðstefnudeild

Óskum eftir öflugum kerfisstjóra

Það eru spennandi tímar framundan sem snúa að innleiðingu tækninýjunga og kerfisbreytinga hjá CenterHotels.  Við óskum eftir því að ráða metnaðafullan einstakling til starfa í stöðu kerfisstjóra.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Daglegur rekstur á net, síma og tölvukerfum fyrirtækisins.
 • Uppsetning, viðhald, uppfærslur og rekstur á vef- og hugbúnaði
 • Eftirlit með rekstri tölvukerfa og bilanagreining
 • Þjónusta og samskipti við notendur

Hæfniskröfur:

 • Reynsla af sambærilegu starfi við rekstur tölvukerfa er skilyrði
 • Þekking á helstu stýrikerfum
 • Góð þekking á rekstri netkerfa og vélbúnaði
 • Góð færni til að greina vandamál og finna lausnir
 • Góð samskiptafærni
 • Reynsla af rekstri VMware sýndarumhverfi er kostur
 • Menntun á sviði upplýsingatækni, s.s kerfisstjórnun eða sambærileg menntun er kostur
 • MCSA, MCSE eða MCITP, CCNP, RHCE eða sambærilegar vottanir eru kostur.
 • Áhersla er lögð á frumkvæði, skipulagshæfni, sveigjanleika, þjónustund og færni í mannlegum samskiptum.

Um er að ræða fullt starf.

Starf Kerfisstjóra heyrir undir Tæknistjóra CenterHotels.

Umsóknir óskast sendar á jobs@centerhotels.com merktar „Kerfisstjóri“ fyrir 15. apríl 2017.  Ferilskrá þarf að fylgja með umsókninni með upplýsingum um menntun og starfsferil.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1.júní 2017.

Nánari upplýsingar um starfið gefur Sindri í síma 868-6926 eða í tölvupósti sindri@centerhotels.com

Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

 

Óskum eftir reynslumiklum matreiðslumanni

Við leitum að reynslumiklum og jákvæðum einstaklingi í starf matreiðslumanns á veitingastað CenterHotels.

Starfssvið:

 • Veita framúrskaranid þjónustu við gesti og samstarfsmenn
 • Yfirumsjón með eldhúsi
 • Ábyrgð á starfsmönnum eldhússins
 • Innkaup og birgðastýring
 • Umsjón kostnaðar og rekstraráætlunar í samstarfi við stjórnendur
 • Matargerð

Hæfniskröfur:

 • Hæfni í mannlegum og jákvæðum samskiptum
 • Geta til að vinna í teymi
 • Skilningur á gæðum góðrar matreiðslu og þjónustu
 • Skilningur á rekstri og kostnaði
 • Reynsla úr eldhúsi og mikill áhuga á matreiðslu

Umsóknir óskast sendar á jobs@centerhotels.com merktar „Matreiðslumaður“ fyrir 10.apríl 2017.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

 

 

 

 

Sölu og bókunardeild

CenterHotels óskar eftir að ráða reynslumikinn starfsmann í sölu- og bókunardeild.

Starfssvið:

 • Sala og umsjón með einstaklingsbókunum
 • Samskipti við endursöluaðila
 • Yfirsýn yfir bókanir fyrirtækisins
 • Vinna að því að ná markmiðum fyrirtækisins

Hæfniskröfur:

 • Reynsla af sölu- og bókunarstörfum
 • Góð íslensku- og enskukunnátta
 • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
 • Jákvæðni og góð þjónustulund
 • Góð samskiptafærni
 • Almenn tölvukunnátta

Umsóknir óskast sendar á jobs@centerhotels.com merktar „Söludeild“ fyrir 26.mars 2017.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1.maí 2017.

Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.