Iceland Airwaves er ein stærsta tónlistarhátíðin á Íslandi í dag og er haldin á hverju ári í byrjun nóvember víðsvegar um borgina. Í ár verður tónlistarhátíðin einnig haldin á Akureyri í fyrsta skipti.
Iceland Airwaves var fyrst haldin árið 1999 í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli með aðeins 5 hljómsveitir og hugmyndin var að koma íslenskum hljómsveitum á framfæri og að laða að erlenda ferðamenn á vetrartíð. Í dag er hátíðin talin ein af helstu alþjóðlegu kynningarhátíðum heims á sviði tónlistar og laðar af þúsundir erlendra ferðamanna.
CenterHotels er stolltur samstarfsaðili Iceland Airwaves og mun halda þrjá off-venue viðburði í ár. Viðburðirnir verða haldnir 2-4 nóvember á CenterHotel Miðgarði, CenterHotel Þingholt og CenterHotel Arnarhvoll. Það verður boðið upp á sérstakan Airwaves kokteil og afslátt af mat og drykk. Sjá CenterHotels off-venue dagskrá hér.
Vonumst til að sjá sem flesta.
Iceland Airwaves
Birt þann Flokkar Músík, Reykjavík, Viðburðir