Á dögunum opnaði ný og glæsileg heilsulind á CenterHotel Miðgarði. Heilsulindin er einstaklega fallega innréttuð og er þar að finna líkamsræktaraðstöðu, gufubað og tvo rúmgóða heita potta. Annar heiti potturinn er staðsettur innandyra en hinn er úti við í afgirtum garði. Potturinn sem er staðsettur úti býður upp á þann skemmtilega möguleika að njóta þess að sitja í heitum potti undir stjörnubjörtum himni (þegar náttúra Íslands býður upp á slíka gersemi) og ná þannig einstakri tengingu við náttúruna…og það í miðborg Reykjavíkur!
Sökum þess hve heitu pottarnir eru rúmgóðir eru þeir tilvaldir fyrir vinahópa sem vilja njóta gæðastundar saman í rólegu og afslöppuðu umhverfi. Hægt er að fá ljúfa og frískandi drykki borna fram á meðan heilsulindin er heimsótt.
Úrval af einstaklega afslappandi nuddmeðferðum eru einnig í boði í Miðgarði spa sem tilvaldar eru til að mýkja upp spennta vöðva og örva blóðrásina.
Miðgarður spa er staðsett á CenterHotel Miðgarði á Laugavegi 120 í miðborg Reykjavíkur.