Um Okkur

Um okkur

CenterHotels er fjölskyldurekin hótelkeðja til yfir 20 ára.  Fjölskyldan býr öll yfir yfirgripsmikilli reynslu af hótelrekstri bæði frá áralangri reynslu og menntun. CenterHotels hóf störf árið 1994 með gistihúsi í miðborg Reykjavíkur og hefur upp frá því stækkað jafnt og þétt og samanstendur núna af 7 hótelum sem öll eru staðsett í hjarta borgarinnar.

Um CenterHotels

Markmið CenterHotels allt frá byrjun hefur verið að bjóða gestum upp á ánægjulega dvöl í miðborg Reykjavíkur með gæða þjónustu og fallegu umhverfi. Á CenterHotels er að finna 762 herbergi og úrval auka þjónustu í formi veitingastaða, fundaraðstöðu, SPA og líkamsræktaraðstöðu.

Hótelin sex eru ýmist 3ja eða 4ra stjörnu hótel og eru öll hönnuð samkvæmt alþjóðlegum stöðum.