Umhverfisstefna

Umhverfisstefna

CenterHotels leggur kapp sitt á að varðveita náttúruauðlindir Íslands í hvívetna.

Lögð er áhersla á að vernda náttúru landsins og stuðla að ferðaþjónustu í góðri sátt við umhverfi sitt og náttúru, þannig að ferðamenn fái notið óspilltrar íslenskrar náttúru sem best um ókomin ár.

Til að ná þessu kappkostum við að;

  • Uppfylla lög og reglugerðir um umhverfismál og að tryggja að starfsmenn séu meðvitaðir um umhverfismál í daglegum störfum.
  • Lágmarka og flokka allt sorp og forðast alla sóun við meðhöndlun og notkun hráefna og umbúða.
  • Leggja áherslu á vistvæn innkaup og að draga úr notkun á einnota vörum og nota efni, rekstrarvörur og umbúðir sem eru umhverfisvænar.
  •  Hvetja starfsfólk okkar til að velja umhverfisvænan máta til að ferðast úr og í vinnu.
  • Vinna að úrbótum og bæta sífellt frammistöðu okkar í umhverfismálum.