Veitingastaðir

SKÝ Restaurant & Bar

Veitingastaðurinn SKÝ Restaurant & Bar er staðsettur á efstu hæð CenterHotel Arnarhvols. Þar er að finna góða þjónustu, ljúffenga rétti, skemmtilega drykki og stórkostlegt útsýni yfir miðborgina, höfnina og Faxaflóann.  Happy hour er alla daga frá 16:00 – 18:00 og á laugardagskvöldum er boðið upp á ljúfa gítartóna fyrir matargesti.

Lesa meira

Ísafold Restaurant

Ísafold Restaurant er glæsilegur veitingastaður staðsettur á CenterHotel Þingholti. Á Ísafold er að finna dásamlegar veitingar,skemmtilega drykki og ljúft andrúmsloft. Lögð er áhersla á að bjóða gestum upp á spennandi matseld með gæða hráefni sem er það ferskasta sem finnst að hverju sinni. Reynt er í hvívetna að velja lífrænt ræktaðar vörur og er allt grænmetið og kjötið 100% íslenskt.

Lesa meira

Lóa Bar – Bistro

Lóa er notalegur bar og bistro sem er staðsettur á Laugaveg 95-99.  Við bjóðum upp á skemmtilegt úrval af drykkjum og léttum réttum í notalegu andrúmslofti í miðborgninni.  Happy hour er alla daga vikunnar frá 16:00- 18:00 og um helgar býður Lóa upp á lifandi tónlist.

Lesa meira

Stökk

Stökk ber nafn sitt með rentu og býður upp á fljótlega og gómsæta rétti sem tilvalið er að taka með inn í daginn. Á matseðlinum eru súpur, samlokur, heitir réttir, drykkir og dásamlegt kaffi. Hægt er að sitja inni á Stökk og njóta matarins eða að taka hann með. Stökk opnar alla daga kl. 07:30 og er opið til kl. 21:00.

Lesa meira

 

Jörgensen Kitchen & Bar

Finna má ljúffengar veitingar, góða þjónustu, létt yfirbragð og fallegt umhverfi á Jörgensen. Útkoman er einskær notalegheit þar sem allir ættu að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi. Matseðillinn samanstendur af skemmtilegum réttum gerðum úr fersku íslensku hráefni. Happy Hour er alla daga frá 16:00 – 18:00 og alla fimmtudaga er boðið upp á lifandi jazz tóna.
Lesa meira